Enski boltinn

Tekur Coloccini við Newcastle?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svo virðist sem að stjóraskipti liggi í loftinu hjá Newcastle en Alan Pardew hefur nú fengið leyfi til að ræða við Crystal Palace um að taka við starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Þær fregnir bárust svo frá Englandi í gærkvöldi að varnarmaðurinn Fabricio Coloccini, fyrirliði Newcastle, þykir líklegastur hjá veðmöngurum til að taka við starfi Pardew sem knattspyrnustjóri félagsins.

Tim Sherwood, Steve Bruce og Tony Pulis koma einnig til greina sem og Frank de Boer hjá Ajax. En eins og málin standa nú þykir líklegast að Mike Ashley, eigandi Newcastle, muni biðja hinn 32 ára Argentínumann um að taka við starfinu.

Coloccini kom til Newcastle árið 2008 og hefur síðan þá spilað meira en 200 deildarleiki fyrir félagið.


Tengdar fréttir

Pardew má ræða við Palace

Það bendir margt til þess að Alan Pardew sé á förum frá Newcastle til Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×