Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2014 13:00 Grétar í leik gegn ÍBV. Vísir/Stefán KR sækir ÍBV heim í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla klukkan 18:00 í kvöld, en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli.Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir andann í KR-liðinu góðan þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. „Andinn er góður. Það vilja allir spila og vinna undanúrslitaleik í bikar. Ef við erum samstilltir og mætum með rétt hugarfar til leiks, þá standast okkur fá lið snúning,“ sagði Grétar, en KR hefur gengið vel gegn ÍBV á undanförnum árum. Vesturbæjarliðið hefur slegið Eyjamenn út úr bikarkeppninni þrisvar á síðustu fjórum árum, en Grétar býst við erfiðum leik í kvöld gegn ÍBV-liði sem hefur verið á uppleið á undanförnum vikum. „Þeir eru sterkari en þegar við mættum þeim síðast í deildinni. Þeir eru búnir að vinna nokkra leiki í röð, standa sig vel og það er greinilega kominn góður andi í hópinn. „Eins og venjulega býst maður við mikilli baráttu hjá ÍBV. Þeir eru á heimavelli, með áhorfendur á bak við sig og það er alltaf einhver stemmning í kringum liðið. „Maður býst alltaf við þeim dýrvitlausum og við þurfum að vinna baráttuna í leiknum,“ sagði Grétar sem fær það erfiða verkefni í kvöld að eiga við Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar. „Við áttumst við í síðasta leik og hann er öskufljótur. Maður þarf að lesa leikinn vel og hafa sérstaklega góðar gætur á honum. Glenn er góður leikmaður,“ sagði miðvörðurinn sterki sem vonast eftir góðri stemmningu á leiknum í kvöld, enda er stutt í Þjóðhátíð. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta er byrjunin á Þjóðhátíðinni og það væri gaman ef forráðamenn ÍBV myndu smala fólkinu úr Dalnum yfir á leikinn til að skapa góða stemmningu,“ sagði Grétar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
KR sækir ÍBV heim í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla klukkan 18:00 í kvöld, en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli.Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir andann í KR-liðinu góðan þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. „Andinn er góður. Það vilja allir spila og vinna undanúrslitaleik í bikar. Ef við erum samstilltir og mætum með rétt hugarfar til leiks, þá standast okkur fá lið snúning,“ sagði Grétar, en KR hefur gengið vel gegn ÍBV á undanförnum árum. Vesturbæjarliðið hefur slegið Eyjamenn út úr bikarkeppninni þrisvar á síðustu fjórum árum, en Grétar býst við erfiðum leik í kvöld gegn ÍBV-liði sem hefur verið á uppleið á undanförnum vikum. „Þeir eru sterkari en þegar við mættum þeim síðast í deildinni. Þeir eru búnir að vinna nokkra leiki í röð, standa sig vel og það er greinilega kominn góður andi í hópinn. „Eins og venjulega býst maður við mikilli baráttu hjá ÍBV. Þeir eru á heimavelli, með áhorfendur á bak við sig og það er alltaf einhver stemmning í kringum liðið. „Maður býst alltaf við þeim dýrvitlausum og við þurfum að vinna baráttuna í leiknum,“ sagði Grétar sem fær það erfiða verkefni í kvöld að eiga við Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar. „Við áttumst við í síðasta leik og hann er öskufljótur. Maður þarf að lesa leikinn vel og hafa sérstaklega góðar gætur á honum. Glenn er góður leikmaður,“ sagði miðvörðurinn sterki sem vonast eftir góðri stemmningu á leiknum í kvöld, enda er stutt í Þjóðhátíð. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta er byrjunin á Þjóðhátíðinni og það væri gaman ef forráðamenn ÍBV myndu smala fólkinu úr Dalnum yfir á leikinn til að skapa góða stemmningu,“ sagði Grétar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00