Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 06:00 Sigurmark Atla Jóhannssonar á móti skoska liðinu Motherwell er ein eftirminnilegasta stund íslenska fótboltasumarsins 2014. Fréttablaðið/Daníel Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39