Innlent

Grunnskólakennarar skrifa undir nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/daníel
Félag grunnskólakennara og viðsemjendur þeirra hjá ríkissáttasemjara munu skrifa undir nýjan kjarasamning klukkan 21:45 í kvöld í húsnæði ríkissáttarsemjara.

Sólarhrings verkfall grunnskólakennara var þann 15. maí og þá mættu 4.300 kennarar ekki til vinnu og 43 þúsund nemendur fengu ekki kennslu.

Grunnskólakennarar höfðu boðað til sólarhringsverkfalls þann 21. maí og svo aftur þann 27.maí.

Það verður því enginn vinnustöðvun á morgun í grunnskólum landsins og því mæta nemendur í skólann í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Þrjár vinnustöðvanir boðaðar á næstu vikum

Yfirvinnubann flugfreyja tók gildi í dag, sól­ar­hrings­verk­fall hefst á miðnætti hjá sjúkra­liðum og samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funda einnig hjá ríkissáttasemjara.

Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda

Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls.

Grunnskólakennarar fylltu Ingólfstorg

Grunnskólakennarar efndu til baráttufundar á Ingólfstorgi klukkan 10 í morgun og mættu yfir þúsund kennarar á fundinn. Einnig voru haldnir baráttufundir víðar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×