Innlent

Þrjár vinnustöðvanir boðaðar á næstu vikum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Yfirvinnubann flugfreyja tók gildi í dag, sól­ar­hrings­verk­fall hefst á miðnætti hjá sjúkra­liðum og samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funda einnig hjá ríkissáttasemjara.
Yfirvinnubann flugfreyja tók gildi í dag, sól­ar­hrings­verk­fall hefst á miðnætti hjá sjúkra­liðum og samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funda einnig hjá ríkissáttasemjara.
Flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands hafa boðað til tólf stunda verkfalls 27. maí og sólarhringsverkfalla dagna 6. júní og 14. júní vegna kjaradeilu sinnar. Náist ekki samningar fyrir 19. júní hefst ótímabundið verkfall flugliða.

Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands eru rúmlega 700 talsins og starfa hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og WOWair. Samið verður við hvert félag fyrir sig. Næsti fundur í kjaradeilunni fer fram hjá ríkissáttasemjara fimmtudaginn 22 maí.

Sól­ar­hrings­verk­fall hefst á miðnætti hjá sjúkra­liðum, félagsmönnum SLFÍ og SFR, ná­ist ekki kjara­samn­ing­ar í dag. Verður það þriðja verk­stöðvun sjúkra­liða í kjara­deil­unni og jafnframt sú lengsta, en hinar tvær hafa staðið yfir í átta klukku­stund­ir. Það eru um 300 sjúkraliðar í Sjúkraliðafélagi Íslands og 150 starfsmenn hjá SFR.

Á miðviku­dag hefst svo alls­herj­ar­verk­fall sjúkra­liða, náist samningar ekki. Samninganefndirnar hafa fundað stíft hjá ríkissáttasemjara alla helgina og halda áfram að funda í dag.

Og samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funda einnig hjá ríkissáttasemjara. Grunnskólakennarar lögðu niður störf á fimmtudag og komu saman á fjölmennum samstöðufundi á Ingólfstorgi. Önnur vinnustöðvun er fyrirhuguð á miðvikudaginn næstkomandi, og segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, að allt kapp sé lagt á að leysa deiluna fyrir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×