Innlent

Grunnskólakennarar fylltu Ingólfstorg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yfir þúsund kennarar eru á Ingólfstorgi.
Yfir þúsund kennarar eru á Ingólfstorgi. visir/daníel
Grunnskólakennarar efndu til baráttufundar á Ingólfstorgi klukkan 10 í morgun og mættu yfir þúsund kennarar á fundinn. Einnig voru haldnir baráttufundir víðar um landið.

Hlé var gert á samningafundi grunnskólakennara og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara klukkan sex í morgun eftir 18 klukkustunda samningatörn.

Sólarhrings verkfall grunnskólakennara er því hafið þannig að 4,300 kennarar munu ekki mæta til vinnu í dag, og 43 þúsund nemendur fá ekki kennslu.

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, ávarpaði á fundinn í morgun og las upp áskorun til sveitarstjórnarmanna.

Pollapönk steig á svið og tók nokkur lög en að dagskrá lokinni ganga fundarmenn fylktu liði frá Ingólfstorgi, yfir Austurvöll og að Ráðhúsinu þar sem borgarstjóra verður afhent formleg yfirlýsing frá grunnskólakennurum.

Kennarar voru hvattir til þess að nota kassamerkið #kennaraverkfall og láta vel í sér heyra á samskiptamiðlinum Twitter.

visir/sunna

Tengdar fréttir

Vinnustöðvun takist ekki að semja í dag

Grunnskólakennarar leggja niður vinnu á morgun ef ekki nást samningar milli þeirra og sveitarfélaganna. Vilja sömu laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun og sem bera sambærilega ábyrgð. Útifundir skipulagðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×