Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi en aðstæður eru hinar verstu, mikil ölduhæð og hvass vindur. Í morgun var búið að bjarga tvöhundruð tuttugu og einum einstaklingi frá borðinni en í ferjunni voru 478 manns.
Vitað er um að einn hafi látist en sá reyndi að stökkva frá borði og að minnsta kosti einn annar er slasaður. Enn er barist við eldinn um borð en eldsupptök eru talin hafa verið á bílaþilfari ferjunnar.