Flughlað ekki á dagskrá þvert á loforð Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2014 00:01 Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira