Flughlað ekki á dagskrá þvert á loforð Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2014 00:01 Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira