Flughlað ekki á dagskrá þvert á loforð Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2014 00:01 Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi ársins 2015, þrátt fyrir loforð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að koma framkvæmdinni á laggirnar. „Við munum reyna að tryggja fjármagn núna í fjárlagagerðinni,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Sextíu þúsund rúmmetrar efnis liggja ónotaðir á athafnasvæði Vaðlaheiðarganga. Nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli skapar rými til að taka við stærri farþegaflugvélum og opnar möguleikann á millilandaflugi frá Akureyri. Hugmyndir hafa verið uppi, allt frá því að hugmyndir um gerð Vaðlaheiðarganga komust á skrið, að nýta það efni sem út úr göngunum kæmi í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Nú er svo komið að Isavia stendur efnið til boða án endurgjalds. Isavia þarf því aðeins að greiða fyrir flutningskostnaðinn. Það fjármagn hefur ekki fengist þrátt fyrir vilja stjórnvalda og fjárlagafrumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika á árinu 2015. Þann 16. júlí síðastliðinn sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vona að Alþingi tryggði fjármuni til að hefja stækkun flughlaðsins á næsta ári. „Menn hljóta að vilja nota tækifærið til að nýta þetta efni í það að stækka flughlaðið sem er nauðsynlegt til þess að flugvöllurinn nýtist sem skyldi,“ sagði Sigmundur.Höskuldur Þór Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, segir rétt að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við flughlað. Hann vonast hins vegar til að Alþingi finni fjármagn í þessa framkvæmd til þess að hægt verði að hefjast handa. Þegar hann er spurður að því af hverju framkvæmdin sé ekki á fjárlögum segir hann ýmis mál ekki vera á fjárlögum sem hann hefði kosið. „Nú ætlum við að tryggja fjármagn í fjárlagagerðinni á þingi þannig að það verði byrjað að flytja eitthvað af efninu í flughlaðið á næsta ári. Það er vilji minn og forsætisráðherra að setja þessa framkvæmd á áætlun. Þetta er eitt af mínum baráttumálum og hefur verið lengi. Nú eru menn einmitt að gera sér grein fyrir hagsmunum sem eru í húfi, ekki bara fyrir Akureyri og Norðurland, heldur líka fyrir ríkissjóð að fá þarna ódýrt efni afar stutt frá flugvellinum til nota,“ segir Höskuldur Þór.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira