Erlent

Sagði upp störfum eftir að hafa gagnrýnt klæðaburð dætra Obama

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sasha og Malia ásamt föður sínum.
Sasha og Malia ásamt föður sínum. Vísir/AP
Elizabeth Lauten, aðstoðarkona þingmannsins Stephen Fincher, sem situr á þingi fyrir Repúblikana, þeirra sagði upp störfum í dag.

Lauten segir upp störfum í kjölfar færslu sem hún setti á Facebook en þar gagnrýndi hún dætur Baracks Obama, Söshu og Maliu, fyrir klæðaburð þeirra og fyrir að virka áhugalausar um veru sína í Hvíta húsinu.

Færsla Lauten vakti mikla athygli og var hún harðlega gagnrýnd fyrir hana. Í færslunni sagði hún meðal annars að dætur forsetans ættu að klæða sig eins og þær ættu virðingu skilda en ekki pláss við bar.

Í kjölfarið eyddi Lauten færslunni út og baðst afsökunar. Hún hefur svo nú sagt af sér vegna málsins. 

Færslan umdeilda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×