Erlent

„Klæðið ykkur eins og þið ættuð virðingu skilið, ekki pláss við bar“

Samúel Karl Ólason skrifar
Sasha og Milia Obama ásamt föður sínum.
Sasha og Milia Obama ásamt föður sínum. Vísir/AP
Elizabeth Lauten, sem er aðstoðarkona þingmannsins Stephen Fincher, sem situr á þingi fyrir Repúblikana, gagnrýndi dætur Barack Obama. Hún gerði út á fatnað þeirra þegar þær birtust í sjónvarpi ásamt föður sínum og sagði þær áhugalausar um veru sína í Hvíta húsinu.

Lauten varð fyrir mikilli gagnrýni og hefur nú beðist afsökunar samkvæmt BBC.

Gagnrýnina setti hún fram á Facebook, en eftir að færsla hennar hafði dreifst víða um á netinu eyddi hún henni. Lauten hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum fyrir færsluna.

„Kæru Sasha og Malia, ég átta mig á því að þið eruð báðar á þessum hræðilegu unglingsárum, en þið eru meðlimir forsetafjölskyldunnar, reynið að sýna smá klassa. Í það minnsta ættuð þið að virða það hlutverk sem þið leikið,“ stóð í færslunni.

Þá gerði hún einnig lítið úr fordæmi foreldra þeirra og sagði að þær ættu að haga sér eins og það að vera í Hvíta húsinu væri þeim mikilvægt.

„Klæðið ykkur eins og þið ættuð virðingu skilda, ekki pláss við bar.“

Í afsökunarbeiðni sinni segir Lauten að eftir að hafa beðið til guðs í marga klukkutíma, rætt við foreldra sína og endurlesið það sem hún skrifaði, sé henni ljóst hve særandi orð hennar voru. Þá sagðist hún hafa lært af þessari reynslu.

Færsla Lauten vakti mikla athygli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×