37 ár frá fyrsta sigri Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 20:45 Tommy Smith, Ian Callaghan og Phil Neal fagna sigrinum á Borussia Mönchengladbach. Vísir/Getty Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira