Erlent

Góður árangur náðst í Nígeríu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ebóluvarnir í Nígeríu.
Ebóluvarnir í Nígeríu. fréttablaðið/AP
Góður árangur hefur náðst í baráttunni við ebóluveiruna í Nígeríu. Nú er svo komið að enginn telst lengur smitaður af veirunni þar í landi.

Alls greindust um tuttugu manns þar með smit nú í sumar. Átta þeirra létu lífið, en vel tókst að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar.

Meðferð þeirra sem veiktust var einkum fólgin í því að láta fólkið drekka mikið magn af vökva, sem stundum reyndist harla erfitt.

Alls hafa um níu þúsund manns sýkst í vestanverðri Afríku. Um helmingur þeirra hefur látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×