Erlent

Norður-Kórea sleppir bandarískum fanga úr haldi

Bjarki Ármannsson skrifar
Hinum 56 ára Fowle er gert að sök að hafa skilið eftir Biblíu á salerni veitingahúss.
Hinum 56 ára Fowle er gert að sök að hafa skilið eftir Biblíu á salerni veitingahúss. Vísir/AFP/AP
Jeffrey Fowle, einum þriggja bandarískra ríkisborgara sem hafa verið í haldi í Norður-Kóreu, hefur verið sleppt. Marie Harf, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að Fowle sé á leið heim til sín að loknum samningaviðræðum við norður-kóresk yfirvöld.

BBC greinir frá. Fowle er 56 ára og kom til Norður-Kóreu í apríl síðastliðnum. Hann var handtekinn í júní og honum gert að sök að hafa skilið eftir Biblíu á salerni veitingahúss. Trúboð er bannað með lögum í Norður-Kóreu.

Þeir Matthew Miller og Kenneth Bae eru enn fangar, en Harf segir að verið sé að vinna í því að fá þeim einnig sleppt úr haldi. Bandarísk stjórnvöld hafa áður sakað ríkisstjórn Norður-Kóreu um að nota fangana þrjá sem „peð í diplómatískum leik.“ 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×