„Við getum ekki tryggt öryggi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 13:12 Vopnaða lögreglumenn má nú sjá á Gardermoen flugvelli og víðs vegar annars staðar um Noreg. Vísir/AFP Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“ Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Trúverðug hryðjuverkaógn steðjar nú að Noregi og höfuðborgin Ósló er eitt af líklegustu skotmörkunum við mögulega árás. Þetta sagði Johan Fredriksen hjá Óslóarlögreglunni á fréttamannafundi nú í hádeginu. Norsk lögregla undirbýr sig nú að koma í veg fyrir og ef til vill fást við afleiðingar mögulegrar hryðjuverkaárásar. „Við getum ekki tryggt öryggi fólks, en við getum gert ráðstafanir sem draga úr hættunni.“ Óslóarlögreglunni var tilkynnt um þá hryðjuverkaógn sem steðjar að Noregi í gærkvöldi. Við vinnum að því að greina og fást við ógnina stendur nú yfir, bæði utan og innan landamæra Noregs. „Það er ljóst að ógnin er alvarlegri en þær sem við höfum áður séð,“ segir Fredriksen. Að sögn Fredriksen er Ósló sá staður sem er talinn hvað líklegastur til að verða fyrir árás, bæði vegna íbúafjöldans og þeirra mikilvægu staða og stofnana sem finna má í borginni. Lögregla nýtur nú einnig aðstoðar norska hersins. „Mesta áskorun okkar er að koma á öryggisstigi sem brennimerkir ekki ákveðna hópa eða veldur hræðslu.“ Á vef SVT segir að þrátt fyrir þá ógn sem steðjar að landinu vilji Fredriksen að Óslóarbúar láti eins og vanalega, að hvers kyns starfsemi og fyrirhugaðir atburðir haldi áfram. Segir hann lögregluna vel undirbúna. Norway Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst á morgun þar sem þúsundir ungmenna koma saman. Fredriksen segist hafa fullan skilning á að foreldrar hiki við að senda börn sín á mótið. „Miðað við þær uppslýsingar sem við höfum er fólki óhult að senda börn sín á mótið.“
Tengdar fréttir Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Norska ríkisstjórnin og lögreglan varaði við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins á fréttamannafundi sem var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. 24. júlí 2014 08:28