Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri í Grundarfirði á fimmtudag í síðustu viku. Maðurinn var fluttur með alvarlega höfuðáverka á Landspítalann þar sem honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél.
Mennirnir hafa báðir kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.
