Pistlahöfundur vefsíðunnar Goal.com telur að Landon Donovan sé betur til þess að leysa Jozy Altidore af hólmi en Aron Jóhannsson.
Altidore fór meiddur af velli í 2-1 sigri Bandaríkjanna á Gana í fyrsta leik liðanna á HM í Brasilíu í gær. Aron kom inn á fyrir Altidore en fékk úr litlu að moða þar sem Ganverjar stýrðu leiknum lengst af.
„Líklega var niðurstaða leiksins sú ósanngjarnasta af öllum leikjum HM til þessa,“ skrifaði Luis Herrera í pistli sínum.
Landon Donovan var lengi lykilmaður í bandaríska landsliðinu en ákvörðun þjálfarans Jürgen Klinsmann að skilja hann eftir heima í þetta skiptið hefur verið umdeild.
Herrera segir að Donovan hefði verið ákjósanlegur kostur fyrir bandaríska landsliðið þegar Altidore meiddist í leiknum í gær.
„En hann er ekki hér. Þess í stað ákvað Jürgen Klinsmann að senda Aron Jóhannsson inn á völlinn,“ skrifaði Herrera.
„Jafnvel þótt að Donavan eigi sín bestu ár að baki er hann samt betur til þess fallinn að spila með Clint Dempsey í sókninni en bæði [Aron] Jóhannsson og [Chris] Wondolowski.“
Var rangt að skilja Donovan eftir heima?

Tengdar fréttir

Altidore eyðilagður vegna meiðslanna
Óvíst er hvort að Jozy Altidore geti spilað meira með bandaríska landsliðinu á HM í Brasilíu.

Aron spilaði og Bandaríkin lögðu Gana
Aron Jóhannsson fagnaði sigri í sínum fyrsta leik á HM í kvöld. Bandaríkin lögðu þá Gana, 2-1, en sigurinn var ekki beint sanngjarn. Aron kom af bekknum á 23. mínútu.

Howard hrósaði Aroni í hástert
Tim Howard, landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, var ánægður með innkomu Arons Jóhannssonar í sigrinum á Gana á HM í Brasilíu í gær.

Sjáðu Aron koma inn á gegn Gana á HM
Sá stórviðburður átti sér stað í kvöld að Íslendingur tók þátt á heimsmeistaramóti í knattspyrnu.

Aron stoltur af bandaríska liðinu
Aron Jóhannsson segist vera stoltur af samherjum sínum í bandaríska landsliðinu eftir 2-1 sigur liðsins á Ganverjum á HM í gær.