Pútín valdamesti maður heims Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 11:02 Vladimír Pútín Rússlandsforseti er valdamesti maður heims að mati Forbes, annað árið í röð. Vísir/AFP Bandaríska tímaritið Forbes segir Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera valdamesta mann heims, en árlegur listi tímaritsins var kynntur í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti skipar annað sæti listans, Xi Jinping Kínaforseti þriðja sætið og Frans páfi fjórða.Í grein Forbes segir að enginn myndi kalla Pútín „góðan gæja“ og er bent á að það sem af er ári hefur Rússland undir hans stjórn innlimað Krímskaga og átt í sóðalegri deilu við Úkraínu þar sem uppreisnarmenn á bandi Rússlandsstjórnar hafi skotið niður farþegavél. „En sem óumdeildur, ófyrirsjáanlegur og óútskýranlegur leiðtogi ríkis, ríkt af auðlindum og sem býr yfir kjarnavopnum, myndi enginn kalla hann veikan.“ Alls eru 72 sem skipa listann, þar af sautján þjóðarleiðtogar og 39 forstjórar stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð þar sem Pútín skipar efsta sæti listans. Tólf koma nýir inn á listann, þar á meðal Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Abdel el-Sisi, forseti Egyptalands og Jack Ma, ríkasti maður Kína og stofnandi Alibaba. Alls eru níu konur á listanum og er í fyrsta sinn að finna tvær konur í tíu efstu sætum listans - þær Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Yngsti maðurinn á lista er Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem skipar 22. sæti listans.Eftirfarandi skipa tíu efstu sæti lista Forbes:1. Vladimír Pútín Rússlandsforseti2. Barack Obama Bandaríkjaforseti3. Xi Jinping Kínaforseti4. Frans páfi5. Angela Merkel Þýskalandskanslari6. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna7. Bill Gates, stofnandi Microsoft8. Mario Draghi, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans9.-10. Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google.Sjá má listann í heild sinni í frétt Forbes. Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Bandaríska tímaritið Forbes segir Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera valdamesta mann heims, en árlegur listi tímaritsins var kynntur í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti skipar annað sæti listans, Xi Jinping Kínaforseti þriðja sætið og Frans páfi fjórða.Í grein Forbes segir að enginn myndi kalla Pútín „góðan gæja“ og er bent á að það sem af er ári hefur Rússland undir hans stjórn innlimað Krímskaga og átt í sóðalegri deilu við Úkraínu þar sem uppreisnarmenn á bandi Rússlandsstjórnar hafi skotið niður farþegavél. „En sem óumdeildur, ófyrirsjáanlegur og óútskýranlegur leiðtogi ríkis, ríkt af auðlindum og sem býr yfir kjarnavopnum, myndi enginn kalla hann veikan.“ Alls eru 72 sem skipa listann, þar af sautján þjóðarleiðtogar og 39 forstjórar stórfyrirtækja. Þetta er annað árið í röð þar sem Pútín skipar efsta sæti listans. Tólf koma nýir inn á listann, þar á meðal Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, Abdel el-Sisi, forseti Egyptalands og Jack Ma, ríkasti maður Kína og stofnandi Alibaba. Alls eru níu konur á listanum og er í fyrsta sinn að finna tvær konur í tíu efstu sætum listans - þær Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Yngsti maðurinn á lista er Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem skipar 22. sæti listans.Eftirfarandi skipa tíu efstu sæti lista Forbes:1. Vladimír Pútín Rússlandsforseti2. Barack Obama Bandaríkjaforseti3. Xi Jinping Kínaforseti4. Frans páfi5. Angela Merkel Þýskalandskanslari6. Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna7. Bill Gates, stofnandi Microsoft8. Mario Draghi, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans9.-10. Larry Page og Sergey Brin, stofnendur Google.Sjá má listann í heild sinni í frétt Forbes.
Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira