Erlent

Táningur lést eftir að hafa tekið ísfötuáskoruninni

Atli Ísleifsson skrifar
Cameron Lancaster fannst látinn í námunni og er talið að hann hafi verið að taka þátt í afbrigði af ísfötuáskoruninni
Cameron Lancaster fannst látinn í námunni og er talið að hann hafi verið að taka þátt í afbrigði af ísfötuáskoruninni Vísir/Getty
Átján ára piltur lést eftir að hann stökk ofan í yfirgefna, vatnsfyllta námu í skoska bænum Inverkeithing í gær.

Cameron Lancaster fannst látinn í námunni og er talið að hann hafi verið að svara kalli ísfötuáskorunar með því að stökkva með fæturna fyrst ofan í grunnt vatn. Hefur slíkt gengið undir nafninu „tombstoning“, en orðið „tombstone“ er enska orðið á grafsteini.

Í frétt Telegraph segir að lögregla hafi verið kölluð á vettvang síðdegis í gær, og hafi lík Lancasters fundist á botni námunnar eftir um fjögurra tíma leit.

Ísfötuáskorunin gengur út á að fólk hellir yfir sig fötu af ísköldu vatni og skorar á fólk að gera slíkt hið sama og styrkja alþjóðlegu MND-samtökin.

Áskorunin á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem Kennedy-fjölskyldan, Mark Zuckerberg, Justin Timberlake og George W. Bush eru meðal þeirra sem hafa helt yfir sig vatninu kalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×