Brotið á mannréttindum kvenna og stúlkna í El Salvador Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2014 11:06 Konur í El Salvador hafa þurft að þjást mjög vegna fóstureyðingarbannsins. Myndir/Íslandsdeild Amnesty Amnesty International gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið „On the Brink of Death: Violence Against Women and the Abortion Ban in El Salvador“. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að á hverju ári er brotið á mannréttindum hundraða kvenna og stúlkna í El Salvador fyrir tilstuðlan fortakslauss banns við fóstureyðingum sem bundið var í landslög árið 1998. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. „Blátt bann við fóstureyðingum þýðir að konur og stúlkur eru saknæmar í öllum tilvikum leiti þær slíkrar aðgerðar, jafnvel þótt lífi eða heilsu þeirra er ógnað, þungun er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells eða fóstrið ekki lífvænlegt.“ Þannig standi kona í lífshættu á meðgöngu frammi fyrir tveimur óhugsandi valmöguleikum. Annars vegar að fara í fangelsi til lengri tíma, leiti hún sér fóstureyðingar. Hins vegar stendur hún frammi fyrir dauða.Dæmdar vegna fósturmissis Samkvæmt skýrslu Amnesty voru 129 konur handteknar í kjölfar fósturmissis eða ólöglegra fóstureyðingar á árunum 2000 til 2011. Flestar þeirra á aldrinum 18 til 25 ára. „Fósturmissir er ekki glæpur samkvæmt lögum í El Salvador en engu að síður eru konur síendurtekið fangelsaðar á grundvelli ólöglegrar fóstureyðingar eða manndráps, jafnvel þótt öll sönnunargögn bendi til fósturmissis,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International. Bann við fóstureyðingum í El Salvador undanskilur ekki barnungar stúlkur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar. „Lögin neyða allar konur og stúlkur, óháð aldri, til að ganga fulla meðgöngu jafnvel þótt slíkt hafi gjöreyðandi áhrif á andlega og líkamlega velferð þeirra.“Tíu ára fórnarlamb nauðgunar neytt til að ala barn Í skýrslunni er haft eftir lækni sem meðhöndlaði tíu ára gamla stúlku sem varð þunguð eftir nauðgun. „Við þurftum að meðhöndla níu ára gamla stúlku sem var þunguð og ól barn aðeins tíu ára. Hún hafði sætt kynferðislegri misnoktun frá því hún var kornabarn. Hún varð ólétt. Þetta var hrikalega erfitt mál. Það endaði með keisaraskurði á 32 viku meðgöngu. Þetta tilfelli setti mark sitt á okkur öll kannski vegna þess að hún skildi ekki hvað var að gerast fyrir hana. Hún bað okkur um liti, Crayon liti og hóf að teikna mynd af okkur öllum og hengdi upp á spítalavegginn. Hjarta okkar sökk af sorg. Hún er bara lítið barn, lítið barn! Hún skildi ekki að hún ætti sjálf von á barni,“ sagði læknirinn.Sjálfsmorð óléttra unglinga tíð Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ellefu prósent stúlkna og kvenna í El Salvador láta lífið í kjölfar ólöglegra fóstureyðinga og að 57 prósent dauðsfalla hjá þunguðum stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára, sé vegna sjálfsvíga. „Rannsóknir Amnesty International benda til þess að stjórnvöld í El Salvador bera ábyrgð á brotum á grundvallar mannréttindum: réttinum til lífs, réttinum til að lifa frjáls frá pyndingum og annarri illri meðferð, réttinum til einkalífs, réttinum til heilbrigðis, réttinum til að ákveða hvort og hvenær þú eignast barn og fjölda barna og réttinum til að lifa án mismununar.“ Amnesty International krefst þess að stjórnvöld í El Salvador afglæpavæði fóstureyðingar og leysi allar konur og stúlkur úr haldi sem hlotið hafi dóm vegna laganna. Að aðgengi kvenna og stúlkna að öruggum og löglegum fóstureyðingum verði tryggt. Að minnsta kosti í þeim tilvikum þegar þungun stofnar lífi eða heilsu konu, þegar ljóst er að fóstur geti ekki lifað af eða sé afleiðing nauðgunar. Þar að auki krefjast samtökin að aðgengi að upplýsingum um getnaðarvarnir og þjónustu verði tryggt og veitt verði heildstæð kynfræðsla. Að löggjöf frá 2012 sem ætlað er að vernda konur gegn ofbeldi verði innleidd að fullu. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Amnesty International gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið „On the Brink of Death: Violence Against Women and the Abortion Ban in El Salvador“. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að á hverju ári er brotið á mannréttindum hundraða kvenna og stúlkna í El Salvador fyrir tilstuðlan fortakslauss banns við fóstureyðingum sem bundið var í landslög árið 1998. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International. „Blátt bann við fóstureyðingum þýðir að konur og stúlkur eru saknæmar í öllum tilvikum leiti þær slíkrar aðgerðar, jafnvel þótt lífi eða heilsu þeirra er ógnað, þungun er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells eða fóstrið ekki lífvænlegt.“ Þannig standi kona í lífshættu á meðgöngu frammi fyrir tveimur óhugsandi valmöguleikum. Annars vegar að fara í fangelsi til lengri tíma, leiti hún sér fóstureyðingar. Hins vegar stendur hún frammi fyrir dauða.Dæmdar vegna fósturmissis Samkvæmt skýrslu Amnesty voru 129 konur handteknar í kjölfar fósturmissis eða ólöglegra fóstureyðingar á árunum 2000 til 2011. Flestar þeirra á aldrinum 18 til 25 ára. „Fósturmissir er ekki glæpur samkvæmt lögum í El Salvador en engu að síður eru konur síendurtekið fangelsaðar á grundvelli ólöglegrar fóstureyðingar eða manndráps, jafnvel þótt öll sönnunargögn bendi til fósturmissis,“ segir í tilkynningunni frá Íslandsdeild Amnesty International. Bann við fóstureyðingum í El Salvador undanskilur ekki barnungar stúlkur sem verða þungaðar í kjölfar nauðgunar. „Lögin neyða allar konur og stúlkur, óháð aldri, til að ganga fulla meðgöngu jafnvel þótt slíkt hafi gjöreyðandi áhrif á andlega og líkamlega velferð þeirra.“Tíu ára fórnarlamb nauðgunar neytt til að ala barn Í skýrslunni er haft eftir lækni sem meðhöndlaði tíu ára gamla stúlku sem varð þunguð eftir nauðgun. „Við þurftum að meðhöndla níu ára gamla stúlku sem var þunguð og ól barn aðeins tíu ára. Hún hafði sætt kynferðislegri misnoktun frá því hún var kornabarn. Hún varð ólétt. Þetta var hrikalega erfitt mál. Það endaði með keisaraskurði á 32 viku meðgöngu. Þetta tilfelli setti mark sitt á okkur öll kannski vegna þess að hún skildi ekki hvað var að gerast fyrir hana. Hún bað okkur um liti, Crayon liti og hóf að teikna mynd af okkur öllum og hengdi upp á spítalavegginn. Hjarta okkar sökk af sorg. Hún er bara lítið barn, lítið barn! Hún skildi ekki að hún ætti sjálf von á barni,“ sagði læknirinn.Sjálfsmorð óléttra unglinga tíð Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ellefu prósent stúlkna og kvenna í El Salvador láta lífið í kjölfar ólöglegra fóstureyðinga og að 57 prósent dauðsfalla hjá þunguðum stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára, sé vegna sjálfsvíga. „Rannsóknir Amnesty International benda til þess að stjórnvöld í El Salvador bera ábyrgð á brotum á grundvallar mannréttindum: réttinum til lífs, réttinum til að lifa frjáls frá pyndingum og annarri illri meðferð, réttinum til einkalífs, réttinum til heilbrigðis, réttinum til að ákveða hvort og hvenær þú eignast barn og fjölda barna og réttinum til að lifa án mismununar.“ Amnesty International krefst þess að stjórnvöld í El Salvador afglæpavæði fóstureyðingar og leysi allar konur og stúlkur úr haldi sem hlotið hafi dóm vegna laganna. Að aðgengi kvenna og stúlkna að öruggum og löglegum fóstureyðingum verði tryggt. Að minnsta kosti í þeim tilvikum þegar þungun stofnar lífi eða heilsu konu, þegar ljóst er að fóstur geti ekki lifað af eða sé afleiðing nauðgunar. Þar að auki krefjast samtökin að aðgengi að upplýsingum um getnaðarvarnir og þjónustu verði tryggt og veitt verði heildstæð kynfræðsla. Að löggjöf frá 2012 sem ætlað er að vernda konur gegn ofbeldi verði innleidd að fullu.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira