Veigar Páll: Kemur mér ekkert á óvart að hann kaupi Aron Elís Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 11:30 Vísir/Samsett mynd Víkingar staðfestu sölu á miðjumanninum Aroni Elís Þrándarsyni til norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds í morgun, en samkvæmt heimildum Vísis borgar það í heildina 30 milljónir króna fyrir Víkinginn. Þjálfari Álasunds er Svíinn Jan Anders Jönsson sem áður hefur þjálfað Landskrona í heimalandinu og Stabæk og stórlið Rosenborg í Noregi. Hann var þjálfari Stabæk á árunum 2005-2010, en á þeim tíma kom hann liðinu upp úr B-deildinni og gerði það að norskum meisturum árið 2008. Stabæk hafnaði í einum af þremur efstu sætum deildarinnar 2007-2009 undir hans stjórn. Aðalmennirnir í liðinu var sóknarparið DanielNannskog og Veigar Páll Gunnarsson sem blómstraði undir stjórn Jönsson. Veigar Páll er talinn einn besti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur í Noregi, og segist hann eiga Jönsson mikið að þakka.Jan Jönsson gerði Veigari gott.vísir/gettySpilar rosalegan flottan fótbolta „Hann gerði heilmikið fyrir mig. Ég átti mjög erfitt til að byrja með þegar ég fór til Stabæk 2004 (áður en Jönsson tók við). Ég var meiddur og gekk hrikalega illa. Ég var jafnvel að spá í að hætta í atvinnumennsku strax eftir fyrsta tímabilið því ég var svo langt niðri,“ segir Veigar, en svo kom Janne, eins og hann kallar Jönsson. „Janne sá mig á æfingum og í leikjum eftir tímabilið og lætur mig strax vita að ég er týpan sem hann var að leita að. Ég gaf þessu því annað tækifæri og undir hans stjórn gekk allt alveg hrikalega vel. Mér leið vel undir hans stjórn.“ „Hann hentaði mér rosalega vel sem þjálfari og hann er ástæðan fyrir því að ég hélt áfram og ég sé ekki eftir því. Hann er þannig týpa að manni líður vel í kringum hann og það er auðvelt að tala við hann. Janne leggur mikið upp úr því að byggja upp sjálfstraust hjá mönnum og hvetur þá hrikalega mikið.“ Stabæk-liðið var eitt það alskemmtilegasta í norsku úrvalsdeildinni undir stjórn Jönsson og léku Nannskog og Veigar Páll sér oft að varnarmönnum andstæðinganna. Svíinn vill spila skemmtilegan fótbolta, segir Veigar. „Hann er með ákveðna aðferð sem ég mun koma til með að notfæra mér ef ég verð einhverntíma þjálfari. Hún er rosalega flott, en vissulega örlítið brothætt. Ef hún virkar má búast samt við rosalega skemmtilegum fótbolta. Engu að síður vorum við traustir varnarlega. Hann er bara virkilega klókur þjálfari.“Aron Elís Þrándarson spilar í Noregi næsta sumar.vísir/andri marinóVera áfram auðmjúkur Aron Elís, líkt og Veigar Páll sumarið 2003 þegar hann sló svo rækilega í gegn, hefur verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar og þá spila þeir sömu stöðu. Kaup Álasunds á Víkingnum koma Veigari því ekkert á óvart. „Þetta kemur alls ekkert á óvart. Jönsson lítur á þessa stöðu sem Aron Elís spilar og ég gerði þegar ég var upp á mitt besta sem þá mikilvægustu í sóknarleiknum. Hann vill fá sérstakar týpur til að spila hana og kaupir ekki bara hvern sem er þó hann sé eitthvað nafn og hafi staðið sig vel hér eða þar. Aron er búinn að vera alveg magnaður á þessu tímabili þannig þetta kemur mér ekkert á óvart. Hann er þessi týpa sem spilar í holunni sem þjálfarinn vill hafa í sínu liði,“ segir hann. Þó Veigar Páll hafi verið stórstjarna á Íslandi og síðar í Noregi þá hljóp hann á vegg á sínu fyrsta tímabili eins og hann viðurkennir sjálfur. Hvað er það sem Aron Elís þarf að hafa í huga þegar hann fer út? „Aðalatriðið er að hann má ekki ofmeta norska knattspyrnu. Fyrst hann er að standa sig svona vel hérna þá veit ég að hann mun standa sig úti ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann verður bara að vera áfram auðmjúkur og þolinmóður,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Veigar Páll Gunnarsson í leik með Stabæk.vísir/AFP Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni. 24. september 2014 13:45 Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla. 25. september 2014 10:11 Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi. 24. september 2014 09:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Víkingar staðfestu sölu á miðjumanninum Aroni Elís Þrándarsyni til norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds í morgun, en samkvæmt heimildum Vísis borgar það í heildina 30 milljónir króna fyrir Víkinginn. Þjálfari Álasunds er Svíinn Jan Anders Jönsson sem áður hefur þjálfað Landskrona í heimalandinu og Stabæk og stórlið Rosenborg í Noregi. Hann var þjálfari Stabæk á árunum 2005-2010, en á þeim tíma kom hann liðinu upp úr B-deildinni og gerði það að norskum meisturum árið 2008. Stabæk hafnaði í einum af þremur efstu sætum deildarinnar 2007-2009 undir hans stjórn. Aðalmennirnir í liðinu var sóknarparið DanielNannskog og Veigar Páll Gunnarsson sem blómstraði undir stjórn Jönsson. Veigar Páll er talinn einn besti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur í Noregi, og segist hann eiga Jönsson mikið að þakka.Jan Jönsson gerði Veigari gott.vísir/gettySpilar rosalegan flottan fótbolta „Hann gerði heilmikið fyrir mig. Ég átti mjög erfitt til að byrja með þegar ég fór til Stabæk 2004 (áður en Jönsson tók við). Ég var meiddur og gekk hrikalega illa. Ég var jafnvel að spá í að hætta í atvinnumennsku strax eftir fyrsta tímabilið því ég var svo langt niðri,“ segir Veigar, en svo kom Janne, eins og hann kallar Jönsson. „Janne sá mig á æfingum og í leikjum eftir tímabilið og lætur mig strax vita að ég er týpan sem hann var að leita að. Ég gaf þessu því annað tækifæri og undir hans stjórn gekk allt alveg hrikalega vel. Mér leið vel undir hans stjórn.“ „Hann hentaði mér rosalega vel sem þjálfari og hann er ástæðan fyrir því að ég hélt áfram og ég sé ekki eftir því. Hann er þannig týpa að manni líður vel í kringum hann og það er auðvelt að tala við hann. Janne leggur mikið upp úr því að byggja upp sjálfstraust hjá mönnum og hvetur þá hrikalega mikið.“ Stabæk-liðið var eitt það alskemmtilegasta í norsku úrvalsdeildinni undir stjórn Jönsson og léku Nannskog og Veigar Páll sér oft að varnarmönnum andstæðinganna. Svíinn vill spila skemmtilegan fótbolta, segir Veigar. „Hann er með ákveðna aðferð sem ég mun koma til með að notfæra mér ef ég verð einhverntíma þjálfari. Hún er rosalega flott, en vissulega örlítið brothætt. Ef hún virkar má búast samt við rosalega skemmtilegum fótbolta. Engu að síður vorum við traustir varnarlega. Hann er bara virkilega klókur þjálfari.“Aron Elís Þrándarson spilar í Noregi næsta sumar.vísir/andri marinóVera áfram auðmjúkur Aron Elís, líkt og Veigar Páll sumarið 2003 þegar hann sló svo rækilega í gegn, hefur verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar og þá spila þeir sömu stöðu. Kaup Álasunds á Víkingnum koma Veigari því ekkert á óvart. „Þetta kemur alls ekkert á óvart. Jönsson lítur á þessa stöðu sem Aron Elís spilar og ég gerði þegar ég var upp á mitt besta sem þá mikilvægustu í sóknarleiknum. Hann vill fá sérstakar týpur til að spila hana og kaupir ekki bara hvern sem er þó hann sé eitthvað nafn og hafi staðið sig vel hér eða þar. Aron er búinn að vera alveg magnaður á þessu tímabili þannig þetta kemur mér ekkert á óvart. Hann er þessi týpa sem spilar í holunni sem þjálfarinn vill hafa í sínu liði,“ segir hann. Þó Veigar Páll hafi verið stórstjarna á Íslandi og síðar í Noregi þá hljóp hann á vegg á sínu fyrsta tímabili eins og hann viðurkennir sjálfur. Hvað er það sem Aron Elís þarf að hafa í huga þegar hann fer út? „Aðalatriðið er að hann má ekki ofmeta norska knattspyrnu. Fyrst hann er að standa sig svona vel hérna þá veit ég að hann mun standa sig úti ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann verður bara að vera áfram auðmjúkur og þolinmóður,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Veigar Páll Gunnarsson í leik með Stabæk.vísir/AFP
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni. 24. september 2014 13:45 Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla. 25. september 2014 10:11 Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi. 24. september 2014 09:00 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni. 24. september 2014 13:45
Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla. 25. september 2014 10:11
Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi. 24. september 2014 09:00