Pepsi-deildar lið Víkings og norska úrvalsdeildarliðið Álasund komust að samkomulagi um sölu á miðjumanninum Aroni Elís Þrándarsyni í morgun, samkvæmt öruggum heimildum Vísis.
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag voru forsvarsmenn norska félagsins á leið til landsins og áttu kaupin að ganga í gegn fyrir vikulok.
Hlutirnir hafa gerst hratt og náðu félögin samkomulagi í dag. Álasund greiðir Víkingum í heildina um 30 milljónir króna fyrir leikmanninn þegar árangurstengdar greiðslur eru teknar með.
Nú hefjast viðræður milli Arons Elís og Álasunds um kaup og kjör leikmannsins, en gangi þær vel verður hann leikmaður norska félagsins eftir að tímabilinu lýkur hér heima.
Aron Elís hefur skorað fimm mörk í 16 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar fyrir Víkinga sem eru nálægt því að komast í Evrópukeppni í fyrsta skipti í 22 ár.
Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís

Tengdar fréttir

Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok
Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi.