Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2014 08:30 Skjáskot úr myndbandinu þar sem einn aðskilnaðarsinnanna hringir í yfirmenn sína af vettvangi. Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Yuriy Sergeyev, segir Rússa, ásamt aðskilnaðarsinnum, bera ábyrgð á því að flugvél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður í gær. Þeir hafi gefið aðskilnaðarsinnum háþróað loftvarnakerfi.298 manns voru um borð í vélinni, þar af þrjú ungabörn, og létust allir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir stjórnvöld í Kænugarði bera ábyrgðina, án þess þó að saka þá um að hafa skotið vélina niður. „Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef friði hefði verið komið á í Úkraínu og að herinn hefði ekki hafið árásir aftur í suðausturhluta landsins. Auðvitað ber ríkið ábyrgð á þessum harmleik þar sem hann á sér stað innan landamæra þess,“ sagði Pútín.Brak úr vélinni í Úkraínu.Vísir/AFPLeyniþjónusta Úkraínu birti í gærkvöldi upptöku tveggja símtala. Leyniþjónustan segist hafa hlerað símtölin. Í fyrra símtalinu er einn af foringjum aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, sagður tala við meðlim rússnesku leyniþjónustunar. Þar segir hann að þeir hafi skotið niður flugvél. Í seinna símtalinu eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið vélina niður.AP fréttaveitan segir þó að ekki hafi tekist að staðfesta að upptökurnar séu ósviknar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir Sergey Kavtaradze, talsmanni aðskilnaðarsinna í Donetsk, að hljóðupptakan sé fölsuð. Hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan. Þá hefur Alexandar Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, sagt að viðræður ættu sér nú stað við yfirvöld í Kænugarði um vopnahlé. Það ætti að nota til að veita alþjóðlegum rannsakendum aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti. Brak vélarinnar dreifðist um stór svæði og er til dæmis kílómetri á milli fremsta hluta vélarinnar, stjórnklefans, og hreyflanna. Heimamenn segja stél vélarinnar vera í um tíu kílómetra fjarlægð frá stjórnklefanum. Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Yuriy Sergeyev, segir Rússa, ásamt aðskilnaðarsinnum, bera ábyrgð á því að flugvél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður í gær. Þeir hafi gefið aðskilnaðarsinnum háþróað loftvarnakerfi.298 manns voru um borð í vélinni, þar af þrjú ungabörn, og létust allir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir stjórnvöld í Kænugarði bera ábyrgðina, án þess þó að saka þá um að hafa skotið vélina niður. „Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef friði hefði verið komið á í Úkraínu og að herinn hefði ekki hafið árásir aftur í suðausturhluta landsins. Auðvitað ber ríkið ábyrgð á þessum harmleik þar sem hann á sér stað innan landamæra þess,“ sagði Pútín.Brak úr vélinni í Úkraínu.Vísir/AFPLeyniþjónusta Úkraínu birti í gærkvöldi upptöku tveggja símtala. Leyniþjónustan segist hafa hlerað símtölin. Í fyrra símtalinu er einn af foringjum aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, sagður tala við meðlim rússnesku leyniþjónustunar. Þar segir hann að þeir hafi skotið niður flugvél. Í seinna símtalinu eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið vélina niður.AP fréttaveitan segir þó að ekki hafi tekist að staðfesta að upptökurnar séu ósviknar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir Sergey Kavtaradze, talsmanni aðskilnaðarsinna í Donetsk, að hljóðupptakan sé fölsuð. Hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan. Þá hefur Alexandar Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, sagt að viðræður ættu sér nú stað við yfirvöld í Kænugarði um vopnahlé. Það ætti að nota til að veita alþjóðlegum rannsakendum aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti. Brak vélarinnar dreifðist um stór svæði og er til dæmis kílómetri á milli fremsta hluta vélarinnar, stjórnklefans, og hreyflanna. Heimamenn segja stél vélarinnar vera í um tíu kílómetra fjarlægð frá stjórnklefanum.
Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26