Erlent

Fer fram á samstarf Rússa við rannsókn

Samúel Karl Ólason skrifar
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AP
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, fagnar því að yfirvöld í Kænugarði hafi tilkynnt að rannsókn muni fara fram á því að malasíska farþegaflugvélin hafi verið skotin niður. Hann segir nauðsynlegt að alþjóðleg rannsókn fari fram og fullur aðgangur verði veittur að öllum gögnum, vettvangi og aðilum sem geti hjálpað til.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í nótt sagði Abbott að sendiherra Rússlands í Ástralíu hefpu verið kallaður á teppið. Var hann beðinn um að lofa því að Rússland myndu sýna fullt samstarf með rannsakendum.

„Ég verð þó að segja ykkur að upprunaleg viðbrögð sendiherrans voru að kenna Úkraínu um ódæðið. Ég verð að segja að það er óásættanlegt. Við vitum öll að það eru vandræði í Úkraínu og við vitum einnig hverjum er hægt að kenna um stóran hluta þeirra vandræða,“ sagði Abbott.

Hann segir Rússa ekki geta haldið því fram að málið komi þeim ekki við þar sem árásin átti sér stað í Úkraínu og vill víðtæka rannsókn.

Hér að neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum frá ABC í Ástralíu.


Tengdar fréttir

Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak

Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×