Landsmenn fá að sjá Evrópuskýrsluna í dag

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var á Laugarvatni í maí síðastliðnum, er kveðið á um gerð úttektar á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Átti hún að leggja mat á stöðu viðræðna og kasta ljósi á þróun máli hjá Evrópusambandinu. Á meðan úttektarinnar var beðið var hlé gert á aðildarviðræðum við ESB.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur unnið að skýrslunni sem stefnt var að að yrði tilbúin fyrir 15. janúar. Nú er skýrslan klár, verður henni dreift til Alþingismanna í dag og í kjölfarið gerð aðgengilega almenningi á vef þingsins. Hún verður til umræðu á þinginu á morgun.
Tengdar fréttir

Plaggið verður ekki misskilið
Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkennist af því að helstu áherslur beggja flokka fá að njóta sín; skuldaniðurfelling Framsóknar og skattabreytingar Sjálfstæðisflokksins. Ekkert kemur sérstaklega á óvart þegar á heildina er litið.

Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu.

ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu
Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi.

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar afstaðinn
Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar var að samþykkja tillögu forsætisráðherra um að skipuð yrði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna.
