Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og möguleiki á árangri Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun