Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og möguleiki á árangri Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun