Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og möguleiki á árangri Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar