Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar og möguleiki á árangri Ágúst Kristján Steinarsson skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum kosningum kynntu stjórnmálaflokkarnir fjölmörg áhersluatriði sem áttu að leiða þjóðina áfram til umbóta. Nú þegar ný ríkisstjórn hefur kynnt stefnuyfirlýsingu sína liggja ákveðin áherslumál fyrir og fólk er farið að bretta upp ermar fyrir næsta áfanga. Undarlegt er að þrátt fyrir skýran vilja til eflingar hefur lítið farið fyrir umræðum um stjórnun og rekstur í ríkisumhverfi, sem margir telja lykil að öllum árangri í ríkisrekstri. Þetta er sérstaklega dregið hér fram þar sem allflestum er fullljóst að margt sem snýr að stjórnun í ríkisumhverfinu er bundið við takmarkanir tengdar lagasetningum, fjárstýringu og faglegum forgangi ráðandi sérfræðinga, ráðherra og alþingismanna. Þessar takmarkanir hafa jafnan áhrif á venjur og menningu hvers ráðuneytis og stofnunar og gera möguleika stjórnenda og starfsmanna til umbóta og framþróunar erfiða. Ljóst er að vilji til umbóta er mikill í ríkisumhverfinu en þegar takmarkanir eru á hverju strái er stóraukin hætta á að framþróun sé hæg, eða jafnvel engin. Áhrif núverandi umhverfis eru víðtæk og geta aukið líkur á því að ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna verði litaðar af ráðandi umhverfi, verði skammsýnar, byggðar á röngum forsendum og leiði hugsanlega til sóunar á fjármagni og tíma. Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu áhrifaþætti sem mikilvægt er fyrir nýskipaða ráðherra og alþingismenn að beina sjónum sínum að, vilji þeir í raun stuðla að árangri.Árangur og skilvirkni Uppsagnarákvæði starfsmannalaga ríkisstarfsmanna geta stuðlað að því að einstaklingar hreiðri um sig, langi þá það, enda nánast æviráðnir. Þá er hætta á því, meðvitað eða ómeðvitað, að starfsmenn eigi auðveldara með að temja sér takmörkuð störf og sjá jafnvel ekki að þeir séu meira til ama en gagns. Fjárlög ríkisins eru ákveðin ár fyrir ár og verða jafnvel ekki skýr fyrr en frekar seint. Ósjálfrátt eykur það líkur á að ákvarðanir séu teknar til skamms tíma og teknar seint. Sífelldur niðurskurður, ár eftir ár, er síðan saltið í sárin og getur haft afgerandi áhrif á ákvarðanatöku stjórnenda í langan tíma. Rík áhersla á faglega hæfni stjórnenda, sem vissulega er mikilvæg, getur haft þau áhrif að mikilvægi stjórnunarlegrar hæfni sé ekki jafn ríkt. Þannig er vaxandi hætta á því að grundvallarstyrkleikar á sviði leiðtoga-, samskipta- og rekstrarhæfni njóti ekki sama vægis – og séu jafnvel ekki til staðar. Ráðuneytin bera gríðarlega ábyrgð. Bent hefur verið á að þau séu í sílóum, að þau séu einangruð hvert frá öðru þar sem samstarf og samráð er ekki eins gott og ætla mætti. Undir þau heyra um annað hundrað stofnanir og tugir þúsunda ríkisstarfsmanna og hafa þessi síló jafnvel birst milli stofnana og deilda innan þeirra. Einhvern tímann þarf að breyta þessu, og ég spyr – af hverju ekki núna? Nýskipað Alþingi getur endurskoðað starfsmannalög og fjárlög með árangur og framþróun að leiðarljósi. Ríkisstjórnin getur í meira mæli hugað meðvitað að rekstri í áherslum sínum. Stjórnarráðið getur horft inn á við og hámarkað sig sem vinnustað sem hefur áhrif á starfsemi ráðuneyta og stofnana. Þannig gætu stjórnendur fengið þær breytingar í umhverfinu sem þarf til að árangur og skilvirkni verði sjálfsagður hluti í tilveru ríkisumhverfisins og árangur í ríkisrekstri nái nýjum hæðum.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun