Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir nýútgefna stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu. Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu.
Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56