Ný stefnuyfirlýsing til marks um firringu Jóhannes Stefánsson skrifar 25. janúar 2014 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir nýútgefna stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í vímuefnamálum. Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu. Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nýútgefna stefnuyfirlýsingu í fíkniefnamálum innihaldslausa og til marks um firringu. „Hún er svo gott sem innihaldslaus og er bara áframhald á því sem er fyrir," segir Helgi um yfirlýsinguna. „Þessi stefnuyfirlýsing er greinilega bara gefin út til að gefa eitthvað út," segir Helgi. Hann segir yfirlýsinguna til marks um það að ekkert muni vera gert í þá átt að draga úr aðkomu löggæslunnar að fíkniefnavandamálum, en hann telur refsinæmi fíkniefnaneyslu vera skaðlega. „Það er ekki heilbrigðiskerfið sem er aðal vandamálið heldur löggæslukerfið. Það er þar sem potturinn er brotinn og við lítum á fíkla sem glæpamenn en ekki sjúklinga," segir Helgi. „Þegar þú ert fíkniefnasjúklingur er ríkið óvinur þinn. Fólk er hrætt við ríkið, ekki að ástæðulausu. Hugsaðu þér að við kæmum svona fram við krabbameinssjúklinga, að það væri ólöglegt að fá krabbamein og þér væri refsað ef þú værir með krabbamein. Vegna þess hvernig tekið er á þessum málum forðast fólk að leita til heilbrigðiskerfisins þangað til það er komið alveg á botninn. Vegna þessa kemur heilbrigðiskerfið að miklu minna gagni en það myndi annars gera," segir Helgi.Árangurinn má rekja til fræðslunnar Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram að góður árangur hafi náðst við að draga úr vímuefnaneyslu unglinga. Helgi tekur undir að vel hafi verið gert í málaflokknum hvað það varðar, en það sé þó ekki löggjöfinni sjálfri að þakka. „Árangurinn sem hefur komið fram er afleiðing fræðslunnar. Það er hins vegar ekki hægt að segja það að árangur síðustu ára sé vegna aukins aðhalds, því það hefur frekar verið að minnka ef eitthvað er. Það sem hefur gert skýran greinarmun er að fræðslan er hreinskilnari og opnari. Þetta er að leiða til þess að unglingar eru frekar farnir að bíða með að prófa efni þangað til þeir eru fullorðnir og geta tekið upplýstari ákvarðanir um það sem þeir eru að gera," segir Helgi. Helgi segir refsingar við meðferð fíkniefna vera eins og að ætla að banna framhjáhöld. „Þetta virkar ekki nema með gerræði, sem við viljum væntanlega ekki. Sagan sýnir okkur að þetta virkar ekki," segir Helgi. „Fólk er farið að sjá í gegnum þessa stefnu. Löggæslan er stóra vandamálið og þessi yfirlýsing lýsir vel firringunni sem núverandi stefna er," segir hann að endingu.
Tengdar fréttir Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir í nýrri stefnu stjórnvalda um fíkniefnamál. 25. janúar 2014 09:56