Erlent

Rússland og Eistland semja

Ugla Egilsdóttir skrifar
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands tekur í höndina á Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands.
Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands tekur í höndina á Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands. Mynd/AFP
Utanríkisráðherrar Rússlands og Eistlands undirrituðu landamærasamning í Moskvu á þriðjudag. Eistland var eina landið á Baltlandsskaganum sem ekki hafði enn gert formlegan samning um landamæri við Rússland. Samningur var fyrst undirritaður árið 2005, en Rússland fullgilti hann ekki.

Mikil spenna var á milli þessara tveggja landa eftir fall Sovétríkjanna. Rússland hefur oftsinnis ásakað Eistland um mismunun gagnvart rússneskum íbúum landsins, sem eru um 25 prósent íbúa. Á undanförnum árum hefur dregið úr spennu milli landanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×