Erlent

Þúsundir mótmæla Front National í Frakklandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá stúdentamótmælunum í gær.
Frá stúdentamótmælunum í gær. Vísir/AFP
Þúsundir námsmanna tóku þátt í mótmælagöngum í Frakklandi í gær gegn Front National flokknum sem hlaut flest atkvæði í kosningum til Evrópuþingsins síðustu helgi.

Um fjögur þúsund nemar tóku þátt í göngunni í París en fámennari mótmæli fóru einnig fram í borgunum Toulouse, Bordeaux og Nantes. Þá safnaðist fólk saman fyrir framan hús Evrópuþingsins í Strasbourg.

Mótmælendur hrópuðu slagorð gegn flokknum og héldu á lofti skiltum sem á stóð: Nei við Front National. Einn mótmælanda sagði í samtali við AP fréttaveituna að bakvið slagorð flokksins leyndist orðræða hatursog útlendingahræðslu sem virðist ómöguleg í samfélagi nútímans.

Flokkurinn, undir stjórn hinnar umdeildu Marine Le Pen, elur á andúð gegn innflytjendum og Evrópusamvinnu. Hann hlaut 24 sæti í kosningum til Evrópuþingsins en Le Pen lét í kjölfarið þau ummæli falla að kjósendur vildu aðeins eina tegund stjórnmála: Frönsk stjórnmál, fyrir Frakka, með Frökkum.

Fréttaveita BBC segir að mótmælin í gær séu með þeim fámennari sem farið hafa fram gegn Front National í Frakklandi undanfarin ár.


Tengdar fréttir

ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti

Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×