ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Brjánn Jónasson skrifar 27. maí 2014 11:00 Marine Le Pen bar sigur úr býtum í kosningum til Evrópuþingsins í Frakklandi. Le Pen sagði fólkið hafa talað. Fréttablaðið/AP Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira