Erlent

Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins

Nigel Farage, leiðtogi UKIP á Bretlandseyjum vann stórsigur í kosningunum.
Nigel Farage, leiðtogi UKIP á Bretlandseyjum vann stórsigur í kosningunum.
Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina.

Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi, eða UKIP, vann stórsigur og er nú orðinn stærsti breski flokkurinn á Evrópuþinginu með 27 prósent atkvæða. Verkamannaflokkurinn fékk 25 prósent og Íhaldsmenn fengu 24 prósent.

Í Frakklandi var það Front National, flokkur Marine Le Pen sem fékk flest atkvæðin og þar beið flokkur Hollande forseta afhroð, með aðeins 14 prósent atkvæða. Sömu sögu er að segja frá mörgum Evrópuríkjanna, til að mynda í Danmörku, og því ljóst að staða þeirra sem vilja draga úr völdum ESB eða hreinlega leggja það niður, hefur styrkst til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×