Ekki í hópi þeirra sem öskra menn áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. maí 2014 07:00 ÍBV er með aðeins eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum í Pepsi-deild karla. fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, fékk sjálfsagt ekki þá byrjun á Íslandsmótinu sem hann óskaði sér. Eyjamenn hafa farið hægt af stað í Pepsi-deildinni og eru einungis með eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum. Nýliðar Víkings koma í heimsókn á Hásteinsvöll í kvöld en Sigurður Ragnar segir þó að ekki sé enn komið að ögurstundu fyrir hans menn. „Við höfum verið óheppnir í tveimur leikjum af fjórum og það er nóg eftir af mótinu. Öll lið hafa verið að tapa stigum,“ sagði Sigurður Ragnar og bendir á að eins og svo oft áður hafi ÍBV þurft að púsla saman endanlegum leikmannahópi á lokametrum undirbúningstímabilsins. „Við fengum tvo leikmenn frá Trínídad í apríl og af þeim meiðist Jonathan Glenn þremur vikum fyrir mót. Arnar Bragi [Bergsson] kom seint til landsins og Abel [Dhaira] líka. Ég hef trú á því að ÍBV muni styrkjast þegar líður á mótið.“ Sigurður Ragnar var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár en átti sjálfur langan leikmannsferil, bæði hérlendis og í atvinnumennsku. „Það er skemmtilegt að vera kominn aftur í karlaboltann. Ég áttaði mig á því að ég saknaði hans – stemningarinnar í klefanum og andrúmsloftsins í hópnum. Menningin í strákahóp er ólík menningunni í stelpuhóp. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ragnar og neitar því ekki að það sé margt ólíkt með karla- og kvennaknattspyrnu. „Margt er auðvitað sameiginlegt. En leikurinn sjálfur er öðruvísi að því leyti að hann er hraðari og strákarnir geta gefið lengri sendingar og þess háttar. Mitt hlutverk sem stjórnandi er þó svipað. Ég er enn að eiga við leikmenn, stilla upp æfingum og vinna með leikfræði og markmið.“List og vísindi að ná til leikmanna Sigurður Ragnar, sem er með mastersgráðu í íþróttasálfræði, leggur ríka áherslu á að ná því besta úr hverjum leikmanni og segir engan mun á því að þjálfa karla og konur að því leyti. „Það er bæði list og vísindi að hvetja leikmenn,“ segir Sigurður Ragnar. „Í grunninn eru til tvær aðalaðferðir. Önnur snýst um að öskra menn áfram og virkar það vel fyrir suma. Ég er ekki í þeim hópi og því reyni ég frekar að nota orð og ýmis klókindi, svo sem tölfræði og aðrar upplýsingar, til að geta sýnt mönnum fram á að þeir geta náð lengra með því að leggja sig fram,“ lýsir hann. „Þetta snýst um að að kynnast leikmönnum og komast að því hvað fær þá til að tifa. Margir eru líka ekki sáttir við það hlutverk sem þeir fá og því þarf annaðhvort nýtt hlutverk eða að fá þá til að sætta sig við sitt hlutskipti.“ Hann segir að hvatning og markmiðasetning sé einstaklingsbundin – ekki kynjabundin. „Það er of mikil einföldun að skipta þessum þætti upp eftir kynjunum. Mikilvægast af öllu er leikmaðurinn sjálfur. Ekki þjálfarinn eða liðsfélagarnir heldur hvort þú sjálfur hefur innri hvatningu til að ná langt. Þeir sem ná langt eru þeir sem hafa þetta ávallt til staðar, enda er ekki hægt að ætlast til þess að einn þjálfari geti fylgst náið með hverjum og einum leikmanni daglega í stórum leikmannahópi. Ábyrgðin er hjá hverjum og einum, fyrst og fremst.“Lokaárið var lærdómsríkt Velgengni Sigurðar Ragnars með landsliðinu er knattspyrnuáhugamönnum vel kunn en hann lætur slæma byrjun ÍBV í Pepsi-deildinni ekki slá sig út af laginu. „Hluti af starfsumhverfinu er að takast á við mótlæti, enda eru ekki alltaf jólin. Þá þarf að hafa sterk bein,“ segir Sigurður Ragnar sem mátti þola talsverða gagnrýni á lokaári sínu með kvennalandsliðið – meðal annars frá landsliðskonunum sjálfum. „Lokaárið var mjög erfitt en það var bæði þroskandi og lærdómsríkt fyrir mig sem þjálfara.“Veit ekki hvað Þorvaldur átti við „Er ekki bara eitt að segja við Sigga? Velkominn í fótboltann,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í þætti Pepsi-markanna eftir þriðju umferð Íslandsmótsins. ÍBV hafði þá tapað fyrir Fylki, 3-1, á Hásteinsvelli í Eyjum. Þorvaldur útskýrði ekki orð sín frekar og Sigurður Ragnar ætlar ekki að túlka þau nánar. „Ég sé engan tilgang í að tjá mig um þessi orð enda veit ég ekki hvað hann var að meina. Það er asnalegt þegar tveir menn tjá sig í gegnum fjölmiðla og ég veit ekki hvort þetta var sneið til mín,“ sagði Sigurður Ragnar um ummælin frægu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, fékk sjálfsagt ekki þá byrjun á Íslandsmótinu sem hann óskaði sér. Eyjamenn hafa farið hægt af stað í Pepsi-deildinni og eru einungis með eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum. Nýliðar Víkings koma í heimsókn á Hásteinsvöll í kvöld en Sigurður Ragnar segir þó að ekki sé enn komið að ögurstundu fyrir hans menn. „Við höfum verið óheppnir í tveimur leikjum af fjórum og það er nóg eftir af mótinu. Öll lið hafa verið að tapa stigum,“ sagði Sigurður Ragnar og bendir á að eins og svo oft áður hafi ÍBV þurft að púsla saman endanlegum leikmannahópi á lokametrum undirbúningstímabilsins. „Við fengum tvo leikmenn frá Trínídad í apríl og af þeim meiðist Jonathan Glenn þremur vikum fyrir mót. Arnar Bragi [Bergsson] kom seint til landsins og Abel [Dhaira] líka. Ég hef trú á því að ÍBV muni styrkjast þegar líður á mótið.“ Sigurður Ragnar var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár en átti sjálfur langan leikmannsferil, bæði hérlendis og í atvinnumennsku. „Það er skemmtilegt að vera kominn aftur í karlaboltann. Ég áttaði mig á því að ég saknaði hans – stemningarinnar í klefanum og andrúmsloftsins í hópnum. Menningin í strákahóp er ólík menningunni í stelpuhóp. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ragnar og neitar því ekki að það sé margt ólíkt með karla- og kvennaknattspyrnu. „Margt er auðvitað sameiginlegt. En leikurinn sjálfur er öðruvísi að því leyti að hann er hraðari og strákarnir geta gefið lengri sendingar og þess háttar. Mitt hlutverk sem stjórnandi er þó svipað. Ég er enn að eiga við leikmenn, stilla upp æfingum og vinna með leikfræði og markmið.“List og vísindi að ná til leikmanna Sigurður Ragnar, sem er með mastersgráðu í íþróttasálfræði, leggur ríka áherslu á að ná því besta úr hverjum leikmanni og segir engan mun á því að þjálfa karla og konur að því leyti. „Það er bæði list og vísindi að hvetja leikmenn,“ segir Sigurður Ragnar. „Í grunninn eru til tvær aðalaðferðir. Önnur snýst um að öskra menn áfram og virkar það vel fyrir suma. Ég er ekki í þeim hópi og því reyni ég frekar að nota orð og ýmis klókindi, svo sem tölfræði og aðrar upplýsingar, til að geta sýnt mönnum fram á að þeir geta náð lengra með því að leggja sig fram,“ lýsir hann. „Þetta snýst um að að kynnast leikmönnum og komast að því hvað fær þá til að tifa. Margir eru líka ekki sáttir við það hlutverk sem þeir fá og því þarf annaðhvort nýtt hlutverk eða að fá þá til að sætta sig við sitt hlutskipti.“ Hann segir að hvatning og markmiðasetning sé einstaklingsbundin – ekki kynjabundin. „Það er of mikil einföldun að skipta þessum þætti upp eftir kynjunum. Mikilvægast af öllu er leikmaðurinn sjálfur. Ekki þjálfarinn eða liðsfélagarnir heldur hvort þú sjálfur hefur innri hvatningu til að ná langt. Þeir sem ná langt eru þeir sem hafa þetta ávallt til staðar, enda er ekki hægt að ætlast til þess að einn þjálfari geti fylgst náið með hverjum og einum leikmanni daglega í stórum leikmannahópi. Ábyrgðin er hjá hverjum og einum, fyrst og fremst.“Lokaárið var lærdómsríkt Velgengni Sigurðar Ragnars með landsliðinu er knattspyrnuáhugamönnum vel kunn en hann lætur slæma byrjun ÍBV í Pepsi-deildinni ekki slá sig út af laginu. „Hluti af starfsumhverfinu er að takast á við mótlæti, enda eru ekki alltaf jólin. Þá þarf að hafa sterk bein,“ segir Sigurður Ragnar sem mátti þola talsverða gagnrýni á lokaári sínu með kvennalandsliðið – meðal annars frá landsliðskonunum sjálfum. „Lokaárið var mjög erfitt en það var bæði þroskandi og lærdómsríkt fyrir mig sem þjálfara.“Veit ekki hvað Þorvaldur átti við „Er ekki bara eitt að segja við Sigga? Velkominn í fótboltann,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í þætti Pepsi-markanna eftir þriðju umferð Íslandsmótsins. ÍBV hafði þá tapað fyrir Fylki, 3-1, á Hásteinsvelli í Eyjum. Þorvaldur útskýrði ekki orð sín frekar og Sigurður Ragnar ætlar ekki að túlka þau nánar. „Ég sé engan tilgang í að tjá mig um þessi orð enda veit ég ekki hvað hann var að meina. Það er asnalegt þegar tveir menn tjá sig í gegnum fjölmiðla og ég veit ekki hvort þetta var sneið til mín,“ sagði Sigurður Ragnar um ummælin frægu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira