Ekki í hópi þeirra sem öskra menn áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. maí 2014 07:00 ÍBV er með aðeins eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum í Pepsi-deild karla. fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, fékk sjálfsagt ekki þá byrjun á Íslandsmótinu sem hann óskaði sér. Eyjamenn hafa farið hægt af stað í Pepsi-deildinni og eru einungis með eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum. Nýliðar Víkings koma í heimsókn á Hásteinsvöll í kvöld en Sigurður Ragnar segir þó að ekki sé enn komið að ögurstundu fyrir hans menn. „Við höfum verið óheppnir í tveimur leikjum af fjórum og það er nóg eftir af mótinu. Öll lið hafa verið að tapa stigum,“ sagði Sigurður Ragnar og bendir á að eins og svo oft áður hafi ÍBV þurft að púsla saman endanlegum leikmannahópi á lokametrum undirbúningstímabilsins. „Við fengum tvo leikmenn frá Trínídad í apríl og af þeim meiðist Jonathan Glenn þremur vikum fyrir mót. Arnar Bragi [Bergsson] kom seint til landsins og Abel [Dhaira] líka. Ég hef trú á því að ÍBV muni styrkjast þegar líður á mótið.“ Sigurður Ragnar var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár en átti sjálfur langan leikmannsferil, bæði hérlendis og í atvinnumennsku. „Það er skemmtilegt að vera kominn aftur í karlaboltann. Ég áttaði mig á því að ég saknaði hans – stemningarinnar í klefanum og andrúmsloftsins í hópnum. Menningin í strákahóp er ólík menningunni í stelpuhóp. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ragnar og neitar því ekki að það sé margt ólíkt með karla- og kvennaknattspyrnu. „Margt er auðvitað sameiginlegt. En leikurinn sjálfur er öðruvísi að því leyti að hann er hraðari og strákarnir geta gefið lengri sendingar og þess háttar. Mitt hlutverk sem stjórnandi er þó svipað. Ég er enn að eiga við leikmenn, stilla upp æfingum og vinna með leikfræði og markmið.“List og vísindi að ná til leikmanna Sigurður Ragnar, sem er með mastersgráðu í íþróttasálfræði, leggur ríka áherslu á að ná því besta úr hverjum leikmanni og segir engan mun á því að þjálfa karla og konur að því leyti. „Það er bæði list og vísindi að hvetja leikmenn,“ segir Sigurður Ragnar. „Í grunninn eru til tvær aðalaðferðir. Önnur snýst um að öskra menn áfram og virkar það vel fyrir suma. Ég er ekki í þeim hópi og því reyni ég frekar að nota orð og ýmis klókindi, svo sem tölfræði og aðrar upplýsingar, til að geta sýnt mönnum fram á að þeir geta náð lengra með því að leggja sig fram,“ lýsir hann. „Þetta snýst um að að kynnast leikmönnum og komast að því hvað fær þá til að tifa. Margir eru líka ekki sáttir við það hlutverk sem þeir fá og því þarf annaðhvort nýtt hlutverk eða að fá þá til að sætta sig við sitt hlutskipti.“ Hann segir að hvatning og markmiðasetning sé einstaklingsbundin – ekki kynjabundin. „Það er of mikil einföldun að skipta þessum þætti upp eftir kynjunum. Mikilvægast af öllu er leikmaðurinn sjálfur. Ekki þjálfarinn eða liðsfélagarnir heldur hvort þú sjálfur hefur innri hvatningu til að ná langt. Þeir sem ná langt eru þeir sem hafa þetta ávallt til staðar, enda er ekki hægt að ætlast til þess að einn þjálfari geti fylgst náið með hverjum og einum leikmanni daglega í stórum leikmannahópi. Ábyrgðin er hjá hverjum og einum, fyrst og fremst.“Lokaárið var lærdómsríkt Velgengni Sigurðar Ragnars með landsliðinu er knattspyrnuáhugamönnum vel kunn en hann lætur slæma byrjun ÍBV í Pepsi-deildinni ekki slá sig út af laginu. „Hluti af starfsumhverfinu er að takast á við mótlæti, enda eru ekki alltaf jólin. Þá þarf að hafa sterk bein,“ segir Sigurður Ragnar sem mátti þola talsverða gagnrýni á lokaári sínu með kvennalandsliðið – meðal annars frá landsliðskonunum sjálfum. „Lokaárið var mjög erfitt en það var bæði þroskandi og lærdómsríkt fyrir mig sem þjálfara.“Veit ekki hvað Þorvaldur átti við „Er ekki bara eitt að segja við Sigga? Velkominn í fótboltann,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í þætti Pepsi-markanna eftir þriðju umferð Íslandsmótsins. ÍBV hafði þá tapað fyrir Fylki, 3-1, á Hásteinsvelli í Eyjum. Þorvaldur útskýrði ekki orð sín frekar og Sigurður Ragnar ætlar ekki að túlka þau nánar. „Ég sé engan tilgang í að tjá mig um þessi orð enda veit ég ekki hvað hann var að meina. Það er asnalegt þegar tveir menn tjá sig í gegnum fjölmiðla og ég veit ekki hvort þetta var sneið til mín,“ sagði Sigurður Ragnar um ummælin frægu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, fékk sjálfsagt ekki þá byrjun á Íslandsmótinu sem hann óskaði sér. Eyjamenn hafa farið hægt af stað í Pepsi-deildinni og eru einungis með eitt stig að loknum fyrstu fjórum umferðunum. Nýliðar Víkings koma í heimsókn á Hásteinsvöll í kvöld en Sigurður Ragnar segir þó að ekki sé enn komið að ögurstundu fyrir hans menn. „Við höfum verið óheppnir í tveimur leikjum af fjórum og það er nóg eftir af mótinu. Öll lið hafa verið að tapa stigum,“ sagði Sigurður Ragnar og bendir á að eins og svo oft áður hafi ÍBV þurft að púsla saman endanlegum leikmannahópi á lokametrum undirbúningstímabilsins. „Við fengum tvo leikmenn frá Trínídad í apríl og af þeim meiðist Jonathan Glenn þremur vikum fyrir mót. Arnar Bragi [Bergsson] kom seint til landsins og Abel [Dhaira] líka. Ég hef trú á því að ÍBV muni styrkjast þegar líður á mótið.“ Sigurður Ragnar var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár en átti sjálfur langan leikmannsferil, bæði hérlendis og í atvinnumennsku. „Það er skemmtilegt að vera kominn aftur í karlaboltann. Ég áttaði mig á því að ég saknaði hans – stemningarinnar í klefanum og andrúmsloftsins í hópnum. Menningin í strákahóp er ólík menningunni í stelpuhóp. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ragnar og neitar því ekki að það sé margt ólíkt með karla- og kvennaknattspyrnu. „Margt er auðvitað sameiginlegt. En leikurinn sjálfur er öðruvísi að því leyti að hann er hraðari og strákarnir geta gefið lengri sendingar og þess háttar. Mitt hlutverk sem stjórnandi er þó svipað. Ég er enn að eiga við leikmenn, stilla upp æfingum og vinna með leikfræði og markmið.“List og vísindi að ná til leikmanna Sigurður Ragnar, sem er með mastersgráðu í íþróttasálfræði, leggur ríka áherslu á að ná því besta úr hverjum leikmanni og segir engan mun á því að þjálfa karla og konur að því leyti. „Það er bæði list og vísindi að hvetja leikmenn,“ segir Sigurður Ragnar. „Í grunninn eru til tvær aðalaðferðir. Önnur snýst um að öskra menn áfram og virkar það vel fyrir suma. Ég er ekki í þeim hópi og því reyni ég frekar að nota orð og ýmis klókindi, svo sem tölfræði og aðrar upplýsingar, til að geta sýnt mönnum fram á að þeir geta náð lengra með því að leggja sig fram,“ lýsir hann. „Þetta snýst um að að kynnast leikmönnum og komast að því hvað fær þá til að tifa. Margir eru líka ekki sáttir við það hlutverk sem þeir fá og því þarf annaðhvort nýtt hlutverk eða að fá þá til að sætta sig við sitt hlutskipti.“ Hann segir að hvatning og markmiðasetning sé einstaklingsbundin – ekki kynjabundin. „Það er of mikil einföldun að skipta þessum þætti upp eftir kynjunum. Mikilvægast af öllu er leikmaðurinn sjálfur. Ekki þjálfarinn eða liðsfélagarnir heldur hvort þú sjálfur hefur innri hvatningu til að ná langt. Þeir sem ná langt eru þeir sem hafa þetta ávallt til staðar, enda er ekki hægt að ætlast til þess að einn þjálfari geti fylgst náið með hverjum og einum leikmanni daglega í stórum leikmannahópi. Ábyrgðin er hjá hverjum og einum, fyrst og fremst.“Lokaárið var lærdómsríkt Velgengni Sigurðar Ragnars með landsliðinu er knattspyrnuáhugamönnum vel kunn en hann lætur slæma byrjun ÍBV í Pepsi-deildinni ekki slá sig út af laginu. „Hluti af starfsumhverfinu er að takast á við mótlæti, enda eru ekki alltaf jólin. Þá þarf að hafa sterk bein,“ segir Sigurður Ragnar sem mátti þola talsverða gagnrýni á lokaári sínu með kvennalandsliðið – meðal annars frá landsliðskonunum sjálfum. „Lokaárið var mjög erfitt en það var bæði þroskandi og lærdómsríkt fyrir mig sem þjálfara.“Veit ekki hvað Þorvaldur átti við „Er ekki bara eitt að segja við Sigga? Velkominn í fótboltann,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í þætti Pepsi-markanna eftir þriðju umferð Íslandsmótsins. ÍBV hafði þá tapað fyrir Fylki, 3-1, á Hásteinsvelli í Eyjum. Þorvaldur útskýrði ekki orð sín frekar og Sigurður Ragnar ætlar ekki að túlka þau nánar. „Ég sé engan tilgang í að tjá mig um þessi orð enda veit ég ekki hvað hann var að meina. Það er asnalegt þegar tveir menn tjá sig í gegnum fjölmiðla og ég veit ekki hvort þetta var sneið til mín,“ sagði Sigurður Ragnar um ummælin frægu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira