Erlent

Skotið á suður-kóreskt herskip

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/GETTY
Norður-Kóreski herinn skaut á skip suður-kóreska sjóhersins sem var á siglingu í Gulahafinu nú í morgun.

Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Herskipið sem átti í hlut var í hefðbundinni eftirlitsferð skammt frá norður-kóreskri lögsögu en ríkin hafa mikið deilt um hvar mörk hennar liggja á undanförnum árum.

Þrátt fyrir að skotin hafi ekki hæft skipið er málið litið mjög alvarlegum augum og talið er að Suður-Kórea hafi svarað skotunum frá nágrönnum sínum í norðri – það hefur þó ekki fengist staðfest.

Einnig er óvíst hvort skotunum hafi verið hleypt af landi eða sjó en eru þau talin svar við ögrunum suður-kóreska hersins sem skaut í átt að þremur herskipum frá Norður-Kóreu sem fóru út fyrir lögsögu landsins á þriðjudag.

Eyjan Yeonpyong hefur verið rýmd í kjölfar mikillar ólgu á þessum slóðum á undanförnum vikum en bæði Norður- og Suður-Kóra hafa staðið í umfangsmiklum heræfingum á svæðinu með tilheyrandi tilraunaskotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×