Erlent

Ástralskar orrustuþotur til Íraks

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Herir nokkurra vestrænna ríkja ásamt arabaríkjum gera nú árásir á bækistöðvar Isis samtakanna.
Herir nokkurra vestrænna ríkja ásamt arabaríkjum gera nú árásir á bækistöðvar Isis samtakanna. ap
Ríkistjórnin í Ástralíu hefur nú samþykkt að senda orrustuþotur hersins til Íraks þar sem herir nokkurra vestrænna ríkja ásamt arabaríkjum gera nú árásir á bækistöðvar Isis samtakanna. Tony Abbot forsætisráðherra tilkynnti þetta í nótt og sagðu um leið að öfgasamtökin, sem ráða nú yfir stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi, væru hættulegur sértrúarsöfnuður sem hafi lýst yfir stríði við restina af heiminum. Slíkt verði að stöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×