Enski boltinn

Everton fær Atsu á láni frá Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, staðfesti í kvöld að félagið hefði komist að samkomulagi við Chelsea um að fá kantmanninn Christian Atsu á láni út tímabilið.

Atsu gekk til liðs við Chelsea frá Porto síðasta sumar en eyddi fyrsta tímabili sínu hjá Chelsea á láni hjá Vitesse Arnheim í hollensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 árs gamall hefur Atsu leikið 22 leiki fyrir landslið Ghana.

„Það á eftir að ganga formlega frá öllum pappírum en félögin hafa komist að samkomulagi um Christian. Þetta mun eflaust taka einhverja daga en Chelsea hefur samþykkt að lána Christian út tímabilið,“ sagði Martinez en Atsu verður annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Everton frá Chelsea á eftir Romelu Lukaku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×