Enski boltinn

Fellaini tryggði United sigur | Costa byrjar með látum á Brúnni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fellaini í baráttunni í kvöld.
Fellaini í baráttunni í kvöld. Vísir/Getty
Marouane Fellaini skoraði sigurmark Manchester United í 2-1 sigri á Valencia í síðasta æfingarleik liðsins fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst um helgina. Sigurmark Fellaini var fyrsta mark hans fyrir félagið.

Darren Fletcher kom Manchester United yfir í upphafi seinni hálfleiks en brasilíski kantmaðurinn Rodrigo jafnaði fljótlega metin fyrir Valencia. Þegar allt virtist benda til þess að liðin myndu skilja jöfn í fyrsta heimaleik Louis Van Gaal sem knattspyrnustjóri Manchester United var það hinn belgíski Fellaini sem skoraði sigurmarkið.

Í London vann Chelsea nokkuð náðugan sigur á Real Sociedad. Diego Costa sem var að leika í fyrsta sinn á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea var ekki lengi að stimpla sig inn í lið Chelsea en hann kom Chelsea í 2-0 á fyrstu sjö mínútum leiksins.

Hvorugu liði tókst að bæta við það sem eftir leiks og lauk honum því með 2-0 sigri Chelsea.

Alfreð Finnbogason var ekki í liði Real Sociedad í leiknum en hann fór úr axlarlið í leik Real Sociedad og Aberdeen á dögunum og er tæpur fyrir fyrsta leik Real Sociedad á tímabilinu.

Úrslit kvöldsins:

Manchester United 2-1 Valencia

Chelsea 2-0 Real Sociedad




Fleiri fréttir

Sjá meira


×