Enski boltinn

Long til Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shane Long er afar duglegur leikmaður.
Shane Long er afar duglegur leikmaður. Vísir/Getty
Southampton hefur gengið frá kaupunum á Shane Long frá Hull City.

Framherjinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Southampton, en talið er að kaupverðið sé í kringum tólf milljónir punda.

Long stoppaði stutt við hjá Hull en hann gekk í raðir liðsins frá West Bromwich Albion í janúar.

Long hefur skorað 28 mörk í 146 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.

Long líklega til Southampton

Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Hull City samþykkt tilboð Southampton upp á tólf milljónir punda í framherjann Shane Long.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×