Obama lætur Michael Jordan heyra það Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 12:27 Obama og Jordan í hár saman. Barack Obama Bandaríkjaforseti svaraði körfuboltagoðsögninni fullum hálsi í útvarpsviðtali í vikunni. Fyrr í vikunni birtist viðtal við Michael Jordan þar sem hann sagði að Obama væri lélegur í golfi. Sérstaka athygli vakti að orðalag Jordan var heldur ódannað. Í fyrradag svaraði Obama svo fyrir sig og hafa fjölmiðlar keppst um að ráða í orð forsetans. Hér má sjá upphaflegu ummæli Jordan og umfjöllun CBS sjónvarpsstöðvarinnar um málið. Jordan var í viðtali hjá góðvini sínum Ahmad Rashad, sem körfuboltaunnendur muna líklega eftir sem stjórnanda hinna vinsælu þátta NBA Inside Stuff. Þar var Jordan beðinn um að nefna þá sem hann vildi helst spila golf með. Hann nefndi Obama, en hætti svo við og kallaði hann lélegan golfara og notaði orð sem þurfti að taka út úr viðtalinu. Jordan tók þó skýrt fram að hann væri einungis að ræða um hæfileika forsetans í golfi en að hann væri ekki að setja út á störf hans sem stjórnmálamaður. Í fyrradag birtist svo viðtal við forsetann. Þar sagði hann meðal annars: „Við Michael þekkjumst en við höfum aldrei spilað golf saman.“ Hann bætti við: „Ég held að hann hafi bara verið að reyna að auka áhorfið á þáttinn hans Ahmad. En það er samt enginn vafi á því að Jordan sé betri golfari en ég. Ef ég hefði spilað golf tvisvar á dag síðastliðin fimmtán ár væri það kannski eitthvað öðruvísi.“ Hér má hlusta á viðtalið.Obama er ekki góður golfari að mati Jordan.Vísir/GettyObama lét þetta ekki nægja: „Hann ætti kannski að eyða meiri tíma í að hugsa um Bobcats-liðið, eða Hornets öllu heldur.“ Þar vísaði forsetinn til þess að Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets, sem hét áður Charlotte Bobcats. Fjölmiðlar vestanhafs hafa keppst um að ráða í þessi orð forsetans. Blaðamaður USA Today segist ekki vera viss um hvort Obama hafi ruglast og haldið að liðið í Charlotte héti ennþá Bobcats, eða þá að hann væri að skjóta á Jordan fyrir að hafa breytt nafninu. „Hvernig sem það er, þá var þessi lína stórkostleg,“ segir Chris Chase blaðamaður. Eins og frægt er Barack Obama mikill áhugamaður um körfubolta og lék sjálfur á sínum tíma. Jalen Rose, fyrrum NBA-stjarna og fjölmiðlamaður, heldur úti vinsælum þætti á íþróttavefnum Grantland. Í síðasta þætti, sem birtist á síðunni í gærkvöldi, fjallaði Rose um þessi ummæli. Hann sagði að Obama væri að skjóta fast á Jordan fyrir spilamennskuna hjá Washington Wizards og hversu illa Jordan hefur gengið sem eiganda NBA-liðs. Hann sagðist ánægður að forsetinn svaraði svona fyrir sig og léti einn mesta töffara íþróttasögunnar í Jordan heyra það. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti svaraði körfuboltagoðsögninni fullum hálsi í útvarpsviðtali í vikunni. Fyrr í vikunni birtist viðtal við Michael Jordan þar sem hann sagði að Obama væri lélegur í golfi. Sérstaka athygli vakti að orðalag Jordan var heldur ódannað. Í fyrradag svaraði Obama svo fyrir sig og hafa fjölmiðlar keppst um að ráða í orð forsetans. Hér má sjá upphaflegu ummæli Jordan og umfjöllun CBS sjónvarpsstöðvarinnar um málið. Jordan var í viðtali hjá góðvini sínum Ahmad Rashad, sem körfuboltaunnendur muna líklega eftir sem stjórnanda hinna vinsælu þátta NBA Inside Stuff. Þar var Jordan beðinn um að nefna þá sem hann vildi helst spila golf með. Hann nefndi Obama, en hætti svo við og kallaði hann lélegan golfara og notaði orð sem þurfti að taka út úr viðtalinu. Jordan tók þó skýrt fram að hann væri einungis að ræða um hæfileika forsetans í golfi en að hann væri ekki að setja út á störf hans sem stjórnmálamaður. Í fyrradag birtist svo viðtal við forsetann. Þar sagði hann meðal annars: „Við Michael þekkjumst en við höfum aldrei spilað golf saman.“ Hann bætti við: „Ég held að hann hafi bara verið að reyna að auka áhorfið á þáttinn hans Ahmad. En það er samt enginn vafi á því að Jordan sé betri golfari en ég. Ef ég hefði spilað golf tvisvar á dag síðastliðin fimmtán ár væri það kannski eitthvað öðruvísi.“ Hér má hlusta á viðtalið.Obama er ekki góður golfari að mati Jordan.Vísir/GettyObama lét þetta ekki nægja: „Hann ætti kannski að eyða meiri tíma í að hugsa um Bobcats-liðið, eða Hornets öllu heldur.“ Þar vísaði forsetinn til þess að Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets, sem hét áður Charlotte Bobcats. Fjölmiðlar vestanhafs hafa keppst um að ráða í þessi orð forsetans. Blaðamaður USA Today segist ekki vera viss um hvort Obama hafi ruglast og haldið að liðið í Charlotte héti ennþá Bobcats, eða þá að hann væri að skjóta á Jordan fyrir að hafa breytt nafninu. „Hvernig sem það er, þá var þessi lína stórkostleg,“ segir Chris Chase blaðamaður. Eins og frægt er Barack Obama mikill áhugamaður um körfubolta og lék sjálfur á sínum tíma. Jalen Rose, fyrrum NBA-stjarna og fjölmiðlamaður, heldur úti vinsælum þætti á íþróttavefnum Grantland. Í síðasta þætti, sem birtist á síðunni í gærkvöldi, fjallaði Rose um þessi ummæli. Hann sagði að Obama væri að skjóta fast á Jordan fyrir spilamennskuna hjá Washington Wizards og hversu illa Jordan hefur gengið sem eiganda NBA-liðs. Hann sagðist ánægður að forsetinn svaraði svona fyrir sig og léti einn mesta töffara íþróttasögunnar í Jordan heyra það.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira