Erlent

Zuckerberg útskýrir gráa stuttermabolinn

Atli Ísleifsson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, svaraði  á dögunum spurningum blaðamanna um fataval sitt en athygli hefur vakið að hann klæðist nær alltaf gráum stuttermabol.

Zuckerberg svaraði spurningum blaðamanna í höfuðstöðvum Facebook í Silicon Valley í Kaleforníu og áttu flestir von á svari í gamansömum tón. Zuckerberg svaraði hins vegar því til að hann vildi útiloka alla ómikilvæga hluti í lífi sínu til að geta einbeitt sér að mikilvægari hlutum.

„Ég vil einblína á þá hluti sem eru mikilvægir fyrir mitt fyrirtæki. Smávægilegir hlutir eins og daglegt fataval tekur frá manni orku til að sinna mikilvægari hlutum,“ sagði alvarlegur Zuckerberg sem viðurkenndi að eiga stórt safn af stuttermabol af sömu gerð.

Zuckerberg segir að það sé ekki bara fataval sem framkalli stress hjá Zuckerberg, heldur leggi hann áherslu á að fá sér það sama í morgunmat á hverjum morgni. „Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að vakna á hverjum morgni og geta aðstoðað milljarð manna. Mér finnst ég ekki sinna starfi mínu ef ég legg orku í þýðingarlausa hluti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×