Óeirðir í kjölfar lögregluofbeldis Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. ágúst 2014 09:19 Barið á Rodney King árið 1991. Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi. Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi.
Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30
Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10
Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09
Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46