Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríska blaðamanninum James Foley var rænt í Sýrlandi í nóvember 2012. Vísir/AP „Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað. Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
„Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað.
Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28