Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 10:17 Bandaríska blaðamanninum James Foley var rænt í Sýrlandi í nóvember 2012. Vísir/AP „Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað. Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
„Við biðjum mannræningjana um að þyrma lífi hinna gíslanna. Alveg eins og Jim, þá eru þeir saklausir. Þeir hafa enga stjórn á stefnu Bandaríkjanna í Írak, Sýrlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir móðir bandaríska blaðamannsins James Foley.Liðsmenn IS birtu í gær myndband af grímuklæddum liðsmanni IS sem hálsheggur mann í appelsínugulum samfestingi sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn James Foley. Foley hafði verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá árinu 2012. Böðullinn í myndbandinu talar ensku, að því er virðist með breskum hreim, og segir aftökuna vera svar samtakanna við ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að fyrirskipa loftárásir gegn liðsmönnum samtakanna fyrir tólf dögum síðan. Varar hann jafnframt við frekari aftökum haldi Bandaríkjaher árásum sínum áfram, þar með talið á manni sem þeir segja vera bandaríska blaðamanninn Steven Sotloff. Í myndbandinu sést hvernig Foley er látinn lesa yfirlýsingu þar sem hann kennir Bandaríkjunum um eigin dauða. Foley var rænt nærri sýrlenska bænum Taftanaz í nóvember 2012 þar sem hann fjallaði um tilraun uppreisnarafla til að steypa Bashar al-Assad Sýrlandsforseta af stóli. Upphaflega var talið að Foley hafi verið rænt af sveitum á bandi Assads forseta. Foley starfaði fyrir bandaríska miðilinn Stars and Stripes.Í grein Guardian segir að móðir Foley hafi gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði son sinn hafa fórnað lífi sínu til að varpa ljósi á þjáningu Sýrlendinga. Hvatti hún jafnframt mannræningjana til að sleppa öðrum gíslum. „Hann var einstakur sonur, bróðir, fréttamaður og manneskja,“ sagði móðir Foley, og bætti við að hún hafi aldrei verið stoltari af syni sínum. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Foley var rænt, en árið 2011 var honum haldið föngnum í Líbíu þegar hann hann flutti fréttir af uppreisninni gegn Muammar Gaddafi, þáverandi Líbíuforseta. Foley var þó sleppt sex vikum síðar af hersveitum á bandi Gaddafis. Obama hefur ekki sagt til um tímaramma varðandi árásir Bandaríkjahers gegn IS-liðum í Írak, en Bandaríkjaher hefur nú ráðist á níutíu skotmörk tengdum IS. Flestar árásirnar hafa átt sér stað síðustu daga, nærri stíflunni við Mosul. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast enn vera að skoða myndbandið og að enn sé ekki hægt að útiloka að það sé falsað.
Tengdar fréttir Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28