Rúnar Páll: Hef aldrei upplifað annað eins Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2014 23:49 Inter komst í 1-0 á 40. mínútu. vísir/getty Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði leikmönnum sínum og stuðningsmönnum í hástert eftir 0-3 tap Garðarbæjarliðsins gegn Inter frá Mílanó í Evrópudeildinni. „Mér fannst þessi frammistaða góð. Leikmenn gerðu það sem lagt var upp með," sagði Rúnar Páll við Vísi í leikslok. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, þó þeir hefðu verið í sókn mest allan tímann. Við vissum fyrir leikinn að það myndi verða raunin. Við náðum að loka þessum svæðum þær sem þeir eru hættulegastir. Markið sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik var klaufalegt og samskiptaleysi af okkar hálfu." „Staðan var ágæt í hálfleik, en markið sem við fengum á okkur í upphafi síðari hálfleiks var einnig klaufalegt. Það var einn maður inn í teig hjá þeim á móti fjórum til fimm varnarmönnum okkar." „Við þurftum að setja mark á þá í síðari hálfleik og fórum aðeins framar, en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá strákunum." „Ég hef aldrei upplifað annað eins á Laugardalsvelli. Ég hef komið hér á landsleiki síðan ég var ungur drengur, en aldrei upplifað svona stemningu. Það er frábær fyrir drengina að upplifa þetta og þetta fer í reynslubankann." „Inter er mjög gott lið. Við vissum það alveg og við vissum að við máttum ekki opna okkur mikið varnarlega, með því að fara framarlega með bakverðina og annað." „Við förum út og reynum að gera okkar besta. Það verður gífurlega erfitt að vinna upp þriggja marka forystu á útivelli og við ætlum að fara út og hafa gaman. Við erum að fara spila á frábærum velli og þetta verður ævintýri." „Við þurfum að skoða þennan leik og sjáum hvort við getum eitthvað breytt útaf vananum og farið framar, en þá held ég að við endum í eitthverju stórtapi. Þeir eru það flinkir og ég held það verði mjög svipað upplegg. Kannski reynum við að fara aðeins framar með kantmennina, en höfum bara gaman að því. Það er allt hægt!," sagði Rúnar Páll að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter. 20. ágúst 2014 20:08 Mazzarri: Einvígið er ekki búið Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið. 20. ágúst 2014 23:13 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum. 20. ágúst 2014 21:48 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði leikmönnum sínum og stuðningsmönnum í hástert eftir 0-3 tap Garðarbæjarliðsins gegn Inter frá Mílanó í Evrópudeildinni. „Mér fannst þessi frammistaða góð. Leikmenn gerðu það sem lagt var upp með," sagði Rúnar Páll við Vísi í leikslok. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, þó þeir hefðu verið í sókn mest allan tímann. Við vissum fyrir leikinn að það myndi verða raunin. Við náðum að loka þessum svæðum þær sem þeir eru hættulegastir. Markið sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik var klaufalegt og samskiptaleysi af okkar hálfu." „Staðan var ágæt í hálfleik, en markið sem við fengum á okkur í upphafi síðari hálfleiks var einnig klaufalegt. Það var einn maður inn í teig hjá þeim á móti fjórum til fimm varnarmönnum okkar." „Við þurftum að setja mark á þá í síðari hálfleik og fórum aðeins framar, en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá strákunum." „Ég hef aldrei upplifað annað eins á Laugardalsvelli. Ég hef komið hér á landsleiki síðan ég var ungur drengur, en aldrei upplifað svona stemningu. Það er frábær fyrir drengina að upplifa þetta og þetta fer í reynslubankann." „Inter er mjög gott lið. Við vissum það alveg og við vissum að við máttum ekki opna okkur mikið varnarlega, með því að fara framarlega með bakverðina og annað." „Við förum út og reynum að gera okkar besta. Það verður gífurlega erfitt að vinna upp þriggja marka forystu á útivelli og við ætlum að fara út og hafa gaman. Við erum að fara spila á frábærum velli og þetta verður ævintýri." „Við þurfum að skoða þennan leik og sjáum hvort við getum eitthvað breytt útaf vananum og farið framar, en þá held ég að við endum í eitthverju stórtapi. Þeir eru það flinkir og ég held það verði mjög svipað upplegg. Kannski reynum við að fara aðeins framar með kantmennina, en höfum bara gaman að því. Það er allt hægt!," sagði Rúnar Páll að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter. 20. ágúst 2014 20:08 Mazzarri: Einvígið er ekki búið Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið. 20. ágúst 2014 23:13 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum. 20. ágúst 2014 21:48 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter. 20. ágúst 2014 20:08
Mazzarri: Einvígið er ekki búið Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið. 20. ágúst 2014 23:13
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13
Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum. 20. ágúst 2014 21:48