Erlent

Þrívíddarprentaðar æðar

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Ný tækni sem slík myndi sannarlega auðvelda læknum lífið.
Ný tækni sem slík myndi sannarlega auðvelda læknum lífið. Vísir/Getty
Teymi vísindamanna í Boston hefur nú tekist í fyrsta sinn í sögu læknisfræðinnar að þrívíddarprenta æðar.

Sú undirgrein læknisfræðinnar sem fjallar um að lækna eða græða ýmis konar vefi eins og húð, vöðva og æðar hefur þróast hratt á síðustu árum.

Prentuðu æðarnar eru gerðar úr eins konar vatnskenndu hlaupi, sem er gert með háþróuðum lífeindaþrívíddarprentara.

Rannsóknarteymið segir mögulegt að í framtíðinni verði þrívíddarprentarar notaðir í hvívetna til vefjagræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×