Erlent

Hótar því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu

Ingvar Haraldsson skrifar
Forsætisráðherra Bretlands hótar úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði næsti forseti framkæmdastjórnar sambandsins honum ekki að skapi.
Forsætisráðherra Bretlands hótar úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu verði næsti forseti framkæmdastjórnar sambandsins honum ekki að skapi. Vísir/Ap
David Cameron varar við því að Bretar muni segja skilið við Evrópsambandið verði Jean-Claude Juncker kjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta fullyrðir þýski miðlinum Der Spiegel.

Junker var fulltrúi stærsta flokksins í nýjafstöðnum þingkosningum til Evrópuþingsins. Flokkur Junckers hlaut 213 af 751 þingsætum í kosningunum.

David Cameron á að hafa sagt: „Andlit frá níunda áratugnum geta ekki leyst vanræði Evrópusambandsins.“

David Cameron mun hafa tilkynnt óánægju sína þjóðarleiðtogum annara Evrópuríkja. Cameron á að vera ósáttur með að svo eindreginn stuðningsmaður Evrópusambandsins verði forseti framkvæmdarstjórnarinnar.

Cameron vill að nýr forseti taki tillit þeirra kjósenda sem eru ónægðir með hvaða stefnu Evrópusambandið hefur tekið.

Samkvæmt heimildum The Guardian á Cameron að hafa samfært Angelu Merkel um að draga stuðning sinn við Junker til baka og koma þar með í veg fyrir að hann verði skipaður forseti framkvæmdastjórnar Evrópsambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×