Erlent

Taka upp rússneska rúblu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Aðskilnaðarsinni æfir sig að skjóta úr vélbyssu.
Aðskilnaðarsinni æfir sig að skjóta úr vélbyssu. Vísir/AFP
Nú hefur Krímskagi tekið upp gjaldmiðilinn rúblu.

Rúblan er þjóðargjaldeyrir Rússlands, en upptaka rúblunnar er skref í átt til frekari innlimunar skagans í Rússneska ríkjasambandið.

Samkvæmt rússneska seðlabankanum munu verslanir á Krímskaga nú aðeins sýna verð í rúblum. Þar til nú hefur verslun á Krímskaga verið í aðlögunarferli þar sem bæði rúblan og hin úkraínska hryvnia voru gjaldgengir miðlar.

Sem stendur berst nýkjörinn forseti Úkraínu, Petro Porosjenkó, við að halda þjóðinni saman og rétta af hagkerfið.

Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja frekari innlimun úkraínskra bæja og sveita í ríkjasamband Rússa.

Varnarmálaráðherra Úkraínu, Vladyslav Seleznyov, sagði að úkraínskar herdeildir héldu áfram að berjast gegn aðskilnaðarsinnuðum uppreisnarmönnunum.

Margir hverjir þeirra beita hræðsluáróðri og hryðjuverkum til að vekja athygli á málstað sínum.

Embættismenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa sakað forseta Rússlands, Vladimír Pútín, um að ýta undir óeirðirnar.

Pútín á að hafa gerst sekur um að sjá aðskilnaðarsinnum fyrir fjármagni, skotvopnum og liðsauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×