Erlent

Klámstjörnur berjast gegn ólöglegu niðurhali

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
„Borgaðu fyrir þitt klám,“ segja klámstjörnur í internetátakinu #payforyourporn. Átakið á rætur sínar að rekja til ummæla leikarans Samuel L. Jackson, um að Redtube væri stærsta afrek popp menningarinnar.

Klámleikarar halda því aftur á móti fram að síður eins og Redtube og ólöglegt niðurhal dragi úr hagnaði klámmynda, sem og gæðum þeirra, samkvæmt vefnum Vice.

Jessica Drake, er ein þeirra klámleikkvenna sem komu átakinu af stað. Hún segir fólk ekki átta sig á því að mun meira þurfti en tvær manneskjur þurfi til að gera klámmynd. Hún heldur því fram að ókeypis klámsíður hafi dragi úr hagnaði kvikmyndavera og valdi því að minna sé lagt í myndir en áður.

„Við erum með fyrirtæki eins og Wicked, sem er þekkt fyrir hágæða skemmtiefni fyrir fullorðna og við viljum geta haldið því áfram. Ég held að það sé mikilvægt að fræða fólk. Það myndi skipta miklu til lengri tíma,“ segir Jessica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×