Erlent

Yingluck Shinawatra gert að láta af embætti í Tælandi

Dómstóllinn skipaði Shinawatra að láta af embætti.
Dómstóllinn skipaði Shinawatra að láta af embætti. Vísir/AFP
Stjórnarskrárdómstóll í Tælandi skipaði í morgun forsætisráðherra landsins Yingluck Shinawatra, að láta af embætti fyrir að misnota vald sitt. Shinawatra hefur síðustu mánuði glímt við mikla andstöðu frá stórum hópi stjórnarandstæðinga sem saka hana um að vera aðeins lepp fyrir bróðir sinn, Thaksin Shinawatra sem eitt sinn stjórnaði landinu en er nú í útlegð.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lögin þegar hún rak yfirmann öryggismála í landinu árið 2011.

Hann var raunar settur aftur í embætti en kæran stóð og nú er niðurstaðan sú að forsætisráðherranum er gert að víkja. Mikil spenna er nú í landinu og óvíst hvað gerist í kjölfar úrskurðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×