Erlent

Níu svipuhögg eftir hópnauðgun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá mótmælum í Djakarta gegn kynferðisofbeldi.
Frá mótmælum í Djakarta gegn kynferðisofbeldi. vísir/afp
Kona í Indónesíu sem nauðgað var af átta karlmönnum hefur verið dæmd til að þola níu svipuhögg fyrir hjúskaparbrot.

Mennirnir komu að konunni í kynlífsathöfnum með giftum manni og er þeim gefið að sök að hafa gengið í skrokk á manninum, hellt skolpi yfir þau bæði og nauðgað konunni. Að lokum afhentu mennirnir lögreglumönnum í Aceh-héraði konuna.

Gifti maðurinn hefur einnig verið dæmdur til að þola svipuhögg en lögregla hefur handtekið þrjá af mönnunum átta. Hinna er enn leitað en þeir eiga allir yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði þeir sakfelldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×