ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Brjánn Jónasson skrifar 27. maí 2014 11:00 Marine Le Pen bar sigur úr býtum í kosningum til Evrópuþingsins í Frakklandi. Le Pen sagði fólkið hafa talað. Fréttablaðið/AP Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Kjósendur í Evrópu hafa talað og niðurstöðurnar eru áfall, segir Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, um niðurstöður kosninga til Evrópuþingsins. Hann líkti niðurstöðunum við pólitískan jarðskjálfta í Evrópu. Hægriöfgaflokkar og aðrir flokkar sem vilja takmarka völd Evrópusambandsins unnu góðan sigur í kosningum, og fengu nærri 30 prósent þingsæta. Hefðbundnir hægri-, mið- og vinstriflokkar fá eftir sem áður mikinn meirihluta þingsæta á Evrópuþinginu. „Ég held að sigur þessara róttæku afla hafi bæði eitthvað með ESB og innanríkismál að gera,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Hann segir nokkur atriði vinna með öfgaflokkunum. „Fyrst ber þar að nefna efnahagskreppuna og þær aðgerðir sem stjórnvöld alls staðar í Evrópu hafa verið að grípa til til að takast á við hana,“ segir Baldur. Kjósendur eru einnig að sýna andstöðu við frekari samruna í Evrópu. Kjósendur vilja í auknum mæli að þjóðþingin taki ákvarðanir frekar en stofnanir ESB, segir Baldur. Þá má tengja niðurstöðurnar við innflytjendamál, en hægriöfgaflokkarnir eru á móti frekari straumi innflytjenda og frjálsum straumi íbúa ríkja ESB innan sambandsins. Í Evrópu er ríkjandi almenn vantrú á stjórnmálastéttina, sem mörgum finnst að geti ekki svarað kalli kjósenda til að koma á breytingum, segir Baldur.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍAð lokum tengist þetta innanríkismálum í stórum aðildarríkjum, segir Baldur. Hann bendir á að óvinsælar ríkisstjórnir séu nú við völd í Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, en hefðbundin stjórnarandstaða virðist ekki heldur njóta trausts. „Kjósendur eru að mótmæla ríkjandi valdastétt,“ segir Baldur. Þjóðfylking Marine Le Pen er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Frakklandi með 25 prósent atkvæða. Sósíalistaflokkur Francois Hollande Frakklandsforseta fékk aðeins 14 prósent atkvæða. „Fólkið hefur talað, hátt og skýrt,“ sagði Le Pen eftir að úrslitin voru ljós. Hún sagði kjósendur vilja að ákvarðanir yrðu teknar í Frakklandi, ekki af embættismönnum í Brussel sem enginn hafi kosið. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) fékk 27 prósent atkvæða. Það er meira en bæði íhaldsmenn, sem fengu 24 prósent, og Verkamannaflokkurinn, sem fékk 25 prósent atkvæða. Í Grikklandi fékk Syriza, sem er afar vinstrisinnaður flokkur, 26 prósent atkvæða, en flokkur forsætisráðherrans 23 prósent. Þjóðernissinnar í Gylltri dögun fengu 9 prósent atkvæða. Í Þýskalandi unnu Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, góðan sigur með um 35 prósent atkvæða.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira